Alþjóðadagur um sykursýki 11. nóvember 2010 06:00 Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem greinast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greindust um miðja síðustu öld. Á móti kemur að tíðni sykursýki hefur aukist mikið undanfarin ár, svo mikið að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 2006 að taka frá einn dag á ári og tileinka hann sykursýki. Ályktun SÞ leggur þær skyldur á þjóðir heims að sameina krafta sína og upplýsa almenning um eina mestu heilbrigðisógn nútímans. Sykursýki er skipt upp í tvo flokka, tegund 1 og 2. Flestir með tegund 1 greinast þegar þeir eru yngri en 20 ára og fljótlega eftir greiningu hættir brisið að framleiða insúlín, því verður fólk háð daglegum skömmtum af insúlíni. Fólk með tegund 2 greinist yfirleitt eldra og er yfirleitt með skerta starfsemi í brisinu. Mismunandi er hvort fólk með tegund 2 þurfi að gefa sér insúlín daglega. Meðferð við báðum tegundum byggist á hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og lyfjagjöf. Þeir sem fylgja þessum lífsgildum hafa alla möguleika á að lifa heilbrigðu lífi eins og aðrir. Aukin þjóðfélagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild. Bæði til að koma í veg fyrir fáfræði sem getur leitt til ranghugmynda um sykursýki og einnig til að fólk geti brugðist rétt við ef einhver nákominn fær einkenni sykursýki. Rétt viðbrögð byggjast á því að fólk þekki einkennin sem helst eru: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi, þyngdartap. Einkenni vegna tegundar 1 koma fram á nokkrum vikum en þróun einkenna hjá tegund 2 á sér yfirleitt lengri aðdraganda, jafnvel nokkur ár. Ég hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur og fræðast um einkenni og meðferð við sykursýki. Það er okkur öllum í hag. Nú stendur yfir átak í tengslum við Alþjóðadaginn 14. nóvember og er hægt að kaupa Bláa hringinn, sem er alþjóðlegt tákn sykursýki, í flestum apótekum til styrktar Samtökum sykursjúkra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem greinast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greindust um miðja síðustu öld. Á móti kemur að tíðni sykursýki hefur aukist mikið undanfarin ár, svo mikið að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 2006 að taka frá einn dag á ári og tileinka hann sykursýki. Ályktun SÞ leggur þær skyldur á þjóðir heims að sameina krafta sína og upplýsa almenning um eina mestu heilbrigðisógn nútímans. Sykursýki er skipt upp í tvo flokka, tegund 1 og 2. Flestir með tegund 1 greinast þegar þeir eru yngri en 20 ára og fljótlega eftir greiningu hættir brisið að framleiða insúlín, því verður fólk háð daglegum skömmtum af insúlíni. Fólk með tegund 2 greinist yfirleitt eldra og er yfirleitt með skerta starfsemi í brisinu. Mismunandi er hvort fólk með tegund 2 þurfi að gefa sér insúlín daglega. Meðferð við báðum tegundum byggist á hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og lyfjagjöf. Þeir sem fylgja þessum lífsgildum hafa alla möguleika á að lifa heilbrigðu lífi eins og aðrir. Aukin þjóðfélagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild. Bæði til að koma í veg fyrir fáfræði sem getur leitt til ranghugmynda um sykursýki og einnig til að fólk geti brugðist rétt við ef einhver nákominn fær einkenni sykursýki. Rétt viðbrögð byggjast á því að fólk þekki einkennin sem helst eru: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi, þyngdartap. Einkenni vegna tegundar 1 koma fram á nokkrum vikum en þróun einkenna hjá tegund 2 á sér yfirleitt lengri aðdraganda, jafnvel nokkur ár. Ég hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur og fræðast um einkenni og meðferð við sykursýki. Það er okkur öllum í hag. Nú stendur yfir átak í tengslum við Alþjóðadaginn 14. nóvember og er hægt að kaupa Bláa hringinn, sem er alþjóðlegt tákn sykursýki, í flestum apótekum til styrktar Samtökum sykursjúkra.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar