Að leita, finna og styðja svo Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. september 2010 09:01 Ekki eru nema fáeinir áratugir síðan konur sem bjuggu við ofbeldi, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, áttu í fá eða engin hús að venda. Þær báru þjáningu sína í hljóði eða áttu í besta falli systur, móður eða vinkonu sem þær gátu trúað fyrir aðstæðum sínum.Með stofnun Kvennaathvarfsins fyrir tæpum 30 árum og síðar Stígamóta varð bylting í þjónustu við konur sem beittar höfðu verið ofbeldi, og karla raunar líka því Stígamót sinna einnig þjónustu við karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.Engu að síður er ljóst að langt er í land til að ná því markmiði að útrýma ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum en með það markmið samþykkti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaáætlun árið 2006.Liður í aðgerðaáætluninni er úttekt á stöðunni og voru á dögunum kynntir tveir hlutar hennar; rannsókn á viðbrögðum heilbrigðisþjónustunnar við konum sem þangað leita og hafa verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka og rannsókn á starfi félagasamtaka sem aðstoða konur sem beittar hafa verið ofbeldi.Í rannsókn á heilbrigðiskerfinu kemur fram að víðast hvar er hvorki skimað fyrir ofbeldi í nánum samböndum né er til áætlun um hvernig bregðast skuli við ef starfsfólk heilbrigðiskerfisins verður þess áskynja að skjólstæðingar búa við slíkt ofbeldi. Þannig er það í raun að mestu undir hverjum og einum heilbrigðisstarfsmanni komið hvort því er yfir höfuð gefinn gaumur hvort konur sem til heilbrigðisþjónustunnar leita kunni að búa við ofbeldi af hálfu maka og einnig hvernig brugðist er við ef í ljós kemur að það er raunin.Fram kemur að starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni finnst það hafa ónóga þekkingu á málaflokknum og sérstaka athygli vekur að það segist feimið eða skorta öryggi til að spyrja konur að því hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka. Flestir gera sér þó grein fyrir að þar er við eigin vanda að etja fremur en að það óttist í raun að konur bregðist illa við þessum spurningum.Fram kemur að hægt getur gengið að fá konur til að tjá sig um heimilisofbeldi við heilbrigðisstarfsfólk þar sem þó er beitt markvissum spurningum um það, eða skimun.Aflið á Akureyri eru samtök sem styðja við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hjá þeim kemur fram að eftir að farið var að spyrja konur í mæðraskoðun á Akureyri markvisst um ofbeldi, auk þess sem almenn árvekni bæði í heilsugæslu og meðal almennings gagnvart þessu ofbeldi jókst, þá hefur konum sem leita til Aflsins snarfjölgað.Þessi reynsla sýnir með óyggjandi hætti hversu miklu máli skiptir að leita markvisst að ofbeldi í nánum samböndum. Með því móti mætti fjölga þeim konum sem leita sér aðstoðar til að komast út úr þessum aðstæðum og þannig drægi úr ofbeldinu.Ofbeldi í nánum samböndum er samfélagsmeinsemd. Það þarf átak og hugrekki til að brjóta upp slíkar aðstæður. Það er því til mikils að vinna að finna þær konur sem fyrir ofbeldinu verða og fjölga þeim sem leita sér styrks til að losna úr viðjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Ekki eru nema fáeinir áratugir síðan konur sem bjuggu við ofbeldi, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, áttu í fá eða engin hús að venda. Þær báru þjáningu sína í hljóði eða áttu í besta falli systur, móður eða vinkonu sem þær gátu trúað fyrir aðstæðum sínum.Með stofnun Kvennaathvarfsins fyrir tæpum 30 árum og síðar Stígamóta varð bylting í þjónustu við konur sem beittar höfðu verið ofbeldi, og karla raunar líka því Stígamót sinna einnig þjónustu við karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.Engu að síður er ljóst að langt er í land til að ná því markmiði að útrýma ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum en með það markmið samþykkti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaáætlun árið 2006.Liður í aðgerðaáætluninni er úttekt á stöðunni og voru á dögunum kynntir tveir hlutar hennar; rannsókn á viðbrögðum heilbrigðisþjónustunnar við konum sem þangað leita og hafa verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka og rannsókn á starfi félagasamtaka sem aðstoða konur sem beittar hafa verið ofbeldi.Í rannsókn á heilbrigðiskerfinu kemur fram að víðast hvar er hvorki skimað fyrir ofbeldi í nánum samböndum né er til áætlun um hvernig bregðast skuli við ef starfsfólk heilbrigðiskerfisins verður þess áskynja að skjólstæðingar búa við slíkt ofbeldi. Þannig er það í raun að mestu undir hverjum og einum heilbrigðisstarfsmanni komið hvort því er yfir höfuð gefinn gaumur hvort konur sem til heilbrigðisþjónustunnar leita kunni að búa við ofbeldi af hálfu maka og einnig hvernig brugðist er við ef í ljós kemur að það er raunin.Fram kemur að starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni finnst það hafa ónóga þekkingu á málaflokknum og sérstaka athygli vekur að það segist feimið eða skorta öryggi til að spyrja konur að því hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka. Flestir gera sér þó grein fyrir að þar er við eigin vanda að etja fremur en að það óttist í raun að konur bregðist illa við þessum spurningum.Fram kemur að hægt getur gengið að fá konur til að tjá sig um heimilisofbeldi við heilbrigðisstarfsfólk þar sem þó er beitt markvissum spurningum um það, eða skimun.Aflið á Akureyri eru samtök sem styðja við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hjá þeim kemur fram að eftir að farið var að spyrja konur í mæðraskoðun á Akureyri markvisst um ofbeldi, auk þess sem almenn árvekni bæði í heilsugæslu og meðal almennings gagnvart þessu ofbeldi jókst, þá hefur konum sem leita til Aflsins snarfjölgað.Þessi reynsla sýnir með óyggjandi hætti hversu miklu máli skiptir að leita markvisst að ofbeldi í nánum samböndum. Með því móti mætti fjölga þeim konum sem leita sér aðstoðar til að komast út úr þessum aðstæðum og þannig drægi úr ofbeldinu.Ofbeldi í nánum samböndum er samfélagsmeinsemd. Það þarf átak og hugrekki til að brjóta upp slíkar aðstæður. Það er því til mikils að vinna að finna þær konur sem fyrir ofbeldinu verða og fjölga þeim sem leita sér styrks til að losna úr viðjunum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun