Meira kínverskt takk Jónas Sen skrifar 20. desember 2010 06:00 Kínversk Norðurljós. Tónlist HH Kínversk norðurljós Xu Wen sópran ásamt Örnu Rún Atladóttur píanóleikara Kínversk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi. Geislaplata með sópransöngkonunni Xu Wen, sem hefur búið á hér á landi í rúm tuttugu ár, er því skemmtileg viðbót í tónlistarflóruna. Röddin er björt og hrein, og lögin eru sungin af tilfinningu og einlægni. Þetta er falleg tónlist, og það er synd að lögin eru aðeins fjögur. Xu Wen hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, a.m.k. ekki á Íslandi. Hún ætlar greinilega að bæta úr því og kynna hlustendum sem flestar hliðar á sjálfri sér. Ég held að það séu mistök. Geislaplatan inniheldur nokkurs konar bland-í-poka-dagskrá, þarna eru fimm grísk þjóðlög í útfærslu Maurice Ravels, nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og fáeinar aríur. Það er tónlist sem passar ekkert voðalega vel saman. Þetta er ekki bara hlaup og súkkulaði, heldur líka hákarl og harðfiskur. Ef hægt er að nota þá líkingu. Svona ósamstæð dagskrá gerir geislaplötuna í heild ekkert sérstaklega girnilega. Það er vaðið úr einu í annað. Xu Wen er samt prýðileg söngkona. En konseptið er ekki nógu skýrt. Hefði ekki verið meira spennandi að hafa eingöngu kínversk þjóðlög á plötunni? Eitthvað alveg einstætt í íslensku tónlistarlífi? Þannig plata myndi vekja mikla athygli. Niðurstaða: Xu Wen er flott söngkona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist HH Kínversk norðurljós Xu Wen sópran ásamt Örnu Rún Atladóttur píanóleikara Kínversk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi. Geislaplata með sópransöngkonunni Xu Wen, sem hefur búið á hér á landi í rúm tuttugu ár, er því skemmtileg viðbót í tónlistarflóruna. Röddin er björt og hrein, og lögin eru sungin af tilfinningu og einlægni. Þetta er falleg tónlist, og það er synd að lögin eru aðeins fjögur. Xu Wen hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, a.m.k. ekki á Íslandi. Hún ætlar greinilega að bæta úr því og kynna hlustendum sem flestar hliðar á sjálfri sér. Ég held að það séu mistök. Geislaplatan inniheldur nokkurs konar bland-í-poka-dagskrá, þarna eru fimm grísk þjóðlög í útfærslu Maurice Ravels, nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og fáeinar aríur. Það er tónlist sem passar ekkert voðalega vel saman. Þetta er ekki bara hlaup og súkkulaði, heldur líka hákarl og harðfiskur. Ef hægt er að nota þá líkingu. Svona ósamstæð dagskrá gerir geislaplötuna í heild ekkert sérstaklega girnilega. Það er vaðið úr einu í annað. Xu Wen er samt prýðileg söngkona. En konseptið er ekki nógu skýrt. Hefði ekki verið meira spennandi að hafa eingöngu kínversk þjóðlög á plötunni? Eitthvað alveg einstætt í íslensku tónlistarlífi? Þannig plata myndi vekja mikla athygli. Niðurstaða: Xu Wen er flott söngkona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp