Segja mikilvægt að ræða peningamálin 28. desember 2010 06:00 Gylfi Arnbjörnsson ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. „Þetta er mikilvæg umræða sem þarf að fara í gang,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bendir á að aðildarfélög ASÍ hafi ekki treyst sér til að gera kjarasamninga til langs tíma þar sem menn séu brenndir af óstöðugleikanum sem fylgi krónunni. „En eins og menn vita verður ekki skipt hér um gjaldmiðil á næstu vikum eða mánuðum. Það sem skiptir máli núna er að setja niður hvernig við ætlum að varða leiðina að því vonandi að taka upp evruna,“ segir Gylfi. „Ég lít svo á að tilrauninni með krónuna sé lokið,“ segir Gylfi. Nú þurfi að eiga samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vonandi Evrópska seðlabankann til að losa um gjaldeyrishöftin. „Við fögnum því að Árni Páll vilji hafa forgöngu um að setja í gang samráð eða umræðu um peningastefnuna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Samtökin voru gagnrýnin á Seðlabanka Íslands þegar bankinn hækkaði ítrekað vexti til að reyna að sporna við verðbólgunni í aðdraganda hrunsins. Vilhjálmur segir að þá strax hafi verið augljóst að framkvæmd peningastefnunnar hafi ekki verið að virka. Hann segir mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Þá geti gengi krónunnar byggst á raunveruleikanum, ekki gerviumhverfi sem gjaldeyrishöftin skapi. Það er einsýnt að það þarf fleiri tæki til að viðhalda stöðugleika en stýrivexti Seðlabankans eina, segir Vilhjálmur. Til dæmis þurfi ábyrgð stjórnvalda á hagstjórninni að vera meiri en hún hafi verið. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. „Þetta er mikilvæg umræða sem þarf að fara í gang,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bendir á að aðildarfélög ASÍ hafi ekki treyst sér til að gera kjarasamninga til langs tíma þar sem menn séu brenndir af óstöðugleikanum sem fylgi krónunni. „En eins og menn vita verður ekki skipt hér um gjaldmiðil á næstu vikum eða mánuðum. Það sem skiptir máli núna er að setja niður hvernig við ætlum að varða leiðina að því vonandi að taka upp evruna,“ segir Gylfi. „Ég lít svo á að tilrauninni með krónuna sé lokið,“ segir Gylfi. Nú þurfi að eiga samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vonandi Evrópska seðlabankann til að losa um gjaldeyrishöftin. „Við fögnum því að Árni Páll vilji hafa forgöngu um að setja í gang samráð eða umræðu um peningastefnuna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Samtökin voru gagnrýnin á Seðlabanka Íslands þegar bankinn hækkaði ítrekað vexti til að reyna að sporna við verðbólgunni í aðdraganda hrunsins. Vilhjálmur segir að þá strax hafi verið augljóst að framkvæmd peningastefnunnar hafi ekki verið að virka. Hann segir mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Þá geti gengi krónunnar byggst á raunveruleikanum, ekki gerviumhverfi sem gjaldeyrishöftin skapi. Það er einsýnt að það þarf fleiri tæki til að viðhalda stöðugleika en stýrivexti Seðlabankans eina, segir Vilhjálmur. Til dæmis þurfi ábyrgð stjórnvalda á hagstjórninni að vera meiri en hún hafi verið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira