Með níu þúsund á tímann allan sólarhringinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2010 18:30 Meðlimir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru í svipaðri stöðu og starfsbræður þeirra hjá Glitni því þeir tóku rúmlega sex milljónir króna á mánuði að meðaltali fyrir störf sín fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá réð skilanefndin sem framkvæmdastjóra mann sem Fjármálaeftirlitið hafði áður vikið úr skilanefndinni. Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmu 189 milljónum króna. Í skilanefnd Landsbankans sitja tveir menn, Lárentsínus Kristjánsson, sem er formaður og Einar Jónsson. Í slitastjórninni eru Herdís Hallmarsdóttir, Halldór H. Backman og Kristinn Bjarnason, sem er formaður. Öll eru þau lögmenn. Verktakakostnaður þessara fimm einstaklinga miðað við þessa fjárhæð, 189 milljónir króna, vegna starfa sinna fyrir skilanefnd og slitastjón var því 6,3 milljónir króna á mann að meðaltali. Það gera rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins. Hjá skilanefndinni starfar líka Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur, sem framkvæmdastjóri en laun hans eru ekki inni í þessari tölu og í raun liggur ekki fyrir hversu há þau eru. Þess má svo geta að í ágúst á síðasta ári vék Fjármálaeftirlitið honum úr skilanefndinni m.a á þeirri ástæðu að hann væri einn af yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið en skilanefndin réð hann þá sem starfsmann í kjölfarið. Verktakakostnaður þessara fimm hjá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans er ekki alveg jafn hár og hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis, en eins og fréttastofa greindi frá nýlega fengu nefndarmenn þar um sjö milljónir króna á mánuði fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það þýðir að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, fékk rúmlega 225 þúsund krónur á dag í verktakagreiðslur eða rúmlega níu þúsund krónur á tímann allan sólarhringinn þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Meðlimir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru í svipaðri stöðu og starfsbræður þeirra hjá Glitni því þeir tóku rúmlega sex milljónir króna á mánuði að meðaltali fyrir störf sín fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá réð skilanefndin sem framkvæmdastjóra mann sem Fjármálaeftirlitið hafði áður vikið úr skilanefndinni. Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmu 189 milljónum króna. Í skilanefnd Landsbankans sitja tveir menn, Lárentsínus Kristjánsson, sem er formaður og Einar Jónsson. Í slitastjórninni eru Herdís Hallmarsdóttir, Halldór H. Backman og Kristinn Bjarnason, sem er formaður. Öll eru þau lögmenn. Verktakakostnaður þessara fimm einstaklinga miðað við þessa fjárhæð, 189 milljónir króna, vegna starfa sinna fyrir skilanefnd og slitastjón var því 6,3 milljónir króna á mann að meðaltali. Það gera rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins. Hjá skilanefndinni starfar líka Ársæll Hafsteinsson, lögfræðingur, sem framkvæmdastjóri en laun hans eru ekki inni í þessari tölu og í raun liggur ekki fyrir hversu há þau eru. Þess má svo geta að í ágúst á síðasta ári vék Fjármálaeftirlitið honum úr skilanefndinni m.a á þeirri ástæðu að hann væri einn af yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið en skilanefndin réð hann þá sem starfsmann í kjölfarið. Verktakakostnaður þessara fimm hjá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans er ekki alveg jafn hár og hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis, en eins og fréttastofa greindi frá nýlega fengu nefndarmenn þar um sjö milljónir króna á mánuði fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það þýðir að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, fékk rúmlega 225 þúsund krónur á dag í verktakagreiðslur eða rúmlega níu þúsund krónur á tímann allan sólarhringinn þessa fyrstu þrjá mánuði ársins.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. 11. ágúst 2010 18:32