Í tilefni skrifa rithöfundar og prófessors Ögmundur Jónasson skrifar 12. ágúst 2010 06:00 Á undanförnum tveimur áratugum hef ég átt þess kost að koma að málefnastarfi á vegum Evrópusambandsins sem stjórnmálamaður og forsvarsmaður í verkalýðshreyfingunni og hef ég reynt að láta til mín taka í slíkri vinnu einsog ég frekast hef orkað. Marga góða samstarfsfélaga - og skoðanasystkin - hef ég eignast í gegnum tíðina á þessum vettvangi. Innan Evrópusambandsins eru að sjálfsögðu, einsog í öllu mannlegu samfélagi, mismunandi stefnur og straumar. Ofan á hafa orðið í seinni tíð sjónarmið markaðshyggju og hefur almannaþjónustan, svo og samningsréttarkerfi verkalýðshreyfingarinnar, átt nokkuð í vök að verjast fyrir ásókn þessara afla. Í þessu sambandi má nefna, sem nýlegt dæmi , þjónustutilskipun ESB sem samþykkt var í lok árs 2006. Tilskipunin var afgreidd frá Alþingi með fyrirvara. Þann fyrirvara hefði ekki verið hægt að setja ef við hefðum verið innan ESB. Eftir að lyktir höfðu náðst á Evrópuþinginu um þjónustutilskipunina minnist ég þess að báðar fylkingar - þau sem vildu markaðsvæða samfélagsþjónustuna og hin sem voru því andvíg - hrósuðu sigri. Ástæðan var sú að allir sáu fram á að túlkun á tilskipuninni færi fram í dómssölum og þóttust báðir aðilar hafa fundið í lokasamþykktinni syllu til að standa á í fyrirsjáanlegri viðureign fyrir dómstólum. Markaður og dómsvaldÞetta tvennt virðist mér vera að gerast á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti. Í þriðja lagi vil ég nefna harða og óbilgjarna afstöðu gagnvart öðrum ríkjum og viðskiptablokkum. Þetta þekkja þriðjaheimsríkin mæta vel og má í því sambandi nefna deilur um tolla á landbúnaðarvörum. Í GATS viðræðunum á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hefur ESB einnig beitt sér gagnvart þriðja heiminum með kröfum á hendur þeim um markaðsvæðingu á grunnþjónustu. Þarna hefur ESB komið fram sem ein heild og fylgt mjög harðri eiginhagsmuna pólitík sem í einhverju samhengi hefði verið kölluð einangrunarhyggja. Í þessum anda þótti mér vera grein forseta framkvæmdastjórnar ESB, Hermans Van Rompuy, sem birtist í Morgunblaðinu 7. maí síðastliðinn. Forréttindi að verja!Setti hann þar fram gamalkunna kenningu um evrópskt stórríki sem kæmi til með að heyja harðvítuga baráttu í samkeppni við önnur viðskiptaveldi í heiminum. Hann sagði að Evrópumenn ættu „arfleifð" og „forréttindi" að verja: „Við erum mesta viðskiptaveldi heims. Þetta er árangur sem vert er að vera stoltur af. Hann sýnir einstaka getu okkar til að þróast og tryggja um leið arfleifð okkar. Við höfum enn getuna til þess. Í breytilegum heimi eru hins vegar önnur svæði tilbúin að gera betur en við efnahagslega. Störf okkar og áhrif eru í húfi." Sem andstæðingur inngöngu Íslands í ESB er ég orðinn vanur því að vera borið á brýn einangrunarhyggja og þjóðremba einsog það er kallað. Ég sagði í grein í Morgunblaðinu 6. ágúst þar sem ég fjallaði um þessa grein forseta framkvæmdastjórnar ESB, að slíkum aðdróttunum hlyti að linna á meðan boðskapur af þessu tagi væri borinn á borð í Brussel. Ég vísaði til nýlendutímans, yfirgangs Evrópuríkja fyrr á tíð og krafna um áhrif og athafnarými nú. Lífsrými var hugtak sem ég notaði nánast í framhjáhlaupi um stórveldafrekju nýlendutímans en það er hugtak sem nasistum var tamt að nota á fjórða áratug síðustu aldar um landakröfur austur á bóginn. Og þar sem ég nefndi einnig aðra kunna vísan frá þessu tímaskeiði, um evrópska stórríkishugsun hlaut ég að vera að halda því fram að samasemmerki væri á milli Evrópusambandsins og nasisma, væntanlega með útrýmingarherferðum, ofsóknum, gasofnum og kynþáttahyggju! Gegn betri vitundAuðvitað vakti ekkert slíkt fyrir mér og mig grunar að enginn trúi því raunverulega. En þarna var tækifæri til að afvegaleiða umræðuna, nokkuð sem ótrúlegustu menn hafa reynt að gera. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, staðhæfir þannig í Fréttablaðinu í gær að ég hafi sagt Evrópusambandið byggja á hugmyndafræði Hitlers! Baldur segir sig hafa sett hljóðan við þessi tíðindi. Ég skal játa að sama henti mig þegar ég hugsaði til þess að prófessor við Hásóla Íslands skyldi leggjast eins lágt og hann gerði. Guðmundur Andri Thorsson lét ekki sitt eftir liggja í grein sem hann reit í Fréttblaðið í byrjun vikunnar. Hún heitir Ísland úr EFTA! Kjörin burt! og á fyrirsögnin að vísa til mín og sjónarmiða minna. Látum vera þótt Guðmundur Andri fari rangt með og skrumskæli málflutning minn. Ég á að vera „sjálfskipaður vinstrimaður" sem „aldrei" minnist á „lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál" nema í því skyni að snúa út úr. Staðreyndin er sú að ég hef aldrei sagst vilja ganga úr EFTA, aðeins lýst vaxandi efasemdum um ágæti EES-samningsins og sagði ég nýlega í grein hér í blaðinu að ég hefði fremur kosið tvíhliða samning við ESB, eins og EFTA ríkið Sviss gerði. Það er hins vegar rétt hjá Guðmundi Andra að ég er sjálfskipaður vinstri-maður enda í eigin valdi sem betur fer hvaða skoðanir ég hef. Við erum frjáls til skoðana vona ég. Um Evrópusambandið hef ég nánast aldrei rætt nema í tengslum við lýðræði og lífskjör og vísa ég orðum Guðmundar Andra á bug um þau efni. Að bera fé á fólkÍ grein minni í Morgunblaðinu tefldi ég fram valkosti við stórveldishugsun Hermans Van Rompuy og spurði hvort væri „ vænlegra fyrir okkur - sem erum þrjú hundruð þúsund talsins - að taka þátt í alþjóðasamstarfi sem neytendur á evrópskum stórmarkaði með takmörkuð lýðræðisleg áhrif, eða efla okkur sem fullvalda ríki sem á í samskiptum við önnur ríki með beinni aðkomu að samningum um öll okkar mikilvægustu mál - þar á meðal ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, okkar dýrmætasta fjársjóðs?" Ég spurði hvers vegna við ættum „að fórna þessari úrvalsstöðu?" Þá varaði ég við því að Íslendingar létu glepjast af gjafastyrkjum sem boðaðir væru í tengslum við „aðlögunarferli" Íslands að ESB. Hef ég áður lýst skoðunum mínum á því að ESB skuli ætla að bera á okkur fé með þessum hætti, og villa okkur þannig sýn, en nákvæmlega þeim augum lít ég þessar styrkveitingar. Í grein minni minnti ég á gjafir hvíta mannsins í Norður-Ameríku þegar hann var að kaupa sér velvilja frumbyggja. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á einhverjum. Eflaust er hægt að finna á þessu önnur heiti til að viðkomandi líði betur. Til dæmis að tala um pólitískar mútur. Viðræðuferli að snúast upp í aðlögun?Ég er einn þeirra sem greiddi atkvæði með aðildarumsókn Íslands að ESB. Ástæðan var sú að vísbendingar hafa komið fram um að stór hluti þjóðarinnar vildi láta á þetta reyna og síðan færi fram atkvæðagreiðsla um niðurstöðuna. Þetta gerði ég í anda lýðræðisins. Það breytir því ekki að ég tel hag Íslands betur borgið utan ESB en innan, er mjög gagnrýnin á stefnu bandalagsins og mislíkar hvernig viðræðuferlið er að snúast upp í aðlögunarferli. Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum tveimur áratugum hef ég átt þess kost að koma að málefnastarfi á vegum Evrópusambandsins sem stjórnmálamaður og forsvarsmaður í verkalýðshreyfingunni og hef ég reynt að láta til mín taka í slíkri vinnu einsog ég frekast hef orkað. Marga góða samstarfsfélaga - og skoðanasystkin - hef ég eignast í gegnum tíðina á þessum vettvangi. Innan Evrópusambandsins eru að sjálfsögðu, einsog í öllu mannlegu samfélagi, mismunandi stefnur og straumar. Ofan á hafa orðið í seinni tíð sjónarmið markaðshyggju og hefur almannaþjónustan, svo og samningsréttarkerfi verkalýðshreyfingarinnar, átt nokkuð í vök að verjast fyrir ásókn þessara afla. Í þessu sambandi má nefna, sem nýlegt dæmi , þjónustutilskipun ESB sem samþykkt var í lok árs 2006. Tilskipunin var afgreidd frá Alþingi með fyrirvara. Þann fyrirvara hefði ekki verið hægt að setja ef við hefðum verið innan ESB. Eftir að lyktir höfðu náðst á Evrópuþinginu um þjónustutilskipunina minnist ég þess að báðar fylkingar - þau sem vildu markaðsvæða samfélagsþjónustuna og hin sem voru því andvíg - hrósuðu sigri. Ástæðan var sú að allir sáu fram á að túlkun á tilskipuninni færi fram í dómssölum og þóttust báðir aðilar hafa fundið í lokasamþykktinni syllu til að standa á í fyrirsjáanlegri viðureign fyrir dómstólum. Markaður og dómsvaldÞetta tvennt virðist mér vera að gerast á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti. Í þriðja lagi vil ég nefna harða og óbilgjarna afstöðu gagnvart öðrum ríkjum og viðskiptablokkum. Þetta þekkja þriðjaheimsríkin mæta vel og má í því sambandi nefna deilur um tolla á landbúnaðarvörum. Í GATS viðræðunum á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hefur ESB einnig beitt sér gagnvart þriðja heiminum með kröfum á hendur þeim um markaðsvæðingu á grunnþjónustu. Þarna hefur ESB komið fram sem ein heild og fylgt mjög harðri eiginhagsmuna pólitík sem í einhverju samhengi hefði verið kölluð einangrunarhyggja. Í þessum anda þótti mér vera grein forseta framkvæmdastjórnar ESB, Hermans Van Rompuy, sem birtist í Morgunblaðinu 7. maí síðastliðinn. Forréttindi að verja!Setti hann þar fram gamalkunna kenningu um evrópskt stórríki sem kæmi til með að heyja harðvítuga baráttu í samkeppni við önnur viðskiptaveldi í heiminum. Hann sagði að Evrópumenn ættu „arfleifð" og „forréttindi" að verja: „Við erum mesta viðskiptaveldi heims. Þetta er árangur sem vert er að vera stoltur af. Hann sýnir einstaka getu okkar til að þróast og tryggja um leið arfleifð okkar. Við höfum enn getuna til þess. Í breytilegum heimi eru hins vegar önnur svæði tilbúin að gera betur en við efnahagslega. Störf okkar og áhrif eru í húfi." Sem andstæðingur inngöngu Íslands í ESB er ég orðinn vanur því að vera borið á brýn einangrunarhyggja og þjóðremba einsog það er kallað. Ég sagði í grein í Morgunblaðinu 6. ágúst þar sem ég fjallaði um þessa grein forseta framkvæmdastjórnar ESB, að slíkum aðdróttunum hlyti að linna á meðan boðskapur af þessu tagi væri borinn á borð í Brussel. Ég vísaði til nýlendutímans, yfirgangs Evrópuríkja fyrr á tíð og krafna um áhrif og athafnarými nú. Lífsrými var hugtak sem ég notaði nánast í framhjáhlaupi um stórveldafrekju nýlendutímans en það er hugtak sem nasistum var tamt að nota á fjórða áratug síðustu aldar um landakröfur austur á bóginn. Og þar sem ég nefndi einnig aðra kunna vísan frá þessu tímaskeiði, um evrópska stórríkishugsun hlaut ég að vera að halda því fram að samasemmerki væri á milli Evrópusambandsins og nasisma, væntanlega með útrýmingarherferðum, ofsóknum, gasofnum og kynþáttahyggju! Gegn betri vitundAuðvitað vakti ekkert slíkt fyrir mér og mig grunar að enginn trúi því raunverulega. En þarna var tækifæri til að afvegaleiða umræðuna, nokkuð sem ótrúlegustu menn hafa reynt að gera. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, staðhæfir þannig í Fréttablaðinu í gær að ég hafi sagt Evrópusambandið byggja á hugmyndafræði Hitlers! Baldur segir sig hafa sett hljóðan við þessi tíðindi. Ég skal játa að sama henti mig þegar ég hugsaði til þess að prófessor við Hásóla Íslands skyldi leggjast eins lágt og hann gerði. Guðmundur Andri Thorsson lét ekki sitt eftir liggja í grein sem hann reit í Fréttblaðið í byrjun vikunnar. Hún heitir Ísland úr EFTA! Kjörin burt! og á fyrirsögnin að vísa til mín og sjónarmiða minna. Látum vera þótt Guðmundur Andri fari rangt með og skrumskæli málflutning minn. Ég á að vera „sjálfskipaður vinstrimaður" sem „aldrei" minnist á „lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál" nema í því skyni að snúa út úr. Staðreyndin er sú að ég hef aldrei sagst vilja ganga úr EFTA, aðeins lýst vaxandi efasemdum um ágæti EES-samningsins og sagði ég nýlega í grein hér í blaðinu að ég hefði fremur kosið tvíhliða samning við ESB, eins og EFTA ríkið Sviss gerði. Það er hins vegar rétt hjá Guðmundi Andra að ég er sjálfskipaður vinstri-maður enda í eigin valdi sem betur fer hvaða skoðanir ég hef. Við erum frjáls til skoðana vona ég. Um Evrópusambandið hef ég nánast aldrei rætt nema í tengslum við lýðræði og lífskjör og vísa ég orðum Guðmundar Andra á bug um þau efni. Að bera fé á fólkÍ grein minni í Morgunblaðinu tefldi ég fram valkosti við stórveldishugsun Hermans Van Rompuy og spurði hvort væri „ vænlegra fyrir okkur - sem erum þrjú hundruð þúsund talsins - að taka þátt í alþjóðasamstarfi sem neytendur á evrópskum stórmarkaði með takmörkuð lýðræðisleg áhrif, eða efla okkur sem fullvalda ríki sem á í samskiptum við önnur ríki með beinni aðkomu að samningum um öll okkar mikilvægustu mál - þar á meðal ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, okkar dýrmætasta fjársjóðs?" Ég spurði hvers vegna við ættum „að fórna þessari úrvalsstöðu?" Þá varaði ég við því að Íslendingar létu glepjast af gjafastyrkjum sem boðaðir væru í tengslum við „aðlögunarferli" Íslands að ESB. Hef ég áður lýst skoðunum mínum á því að ESB skuli ætla að bera á okkur fé með þessum hætti, og villa okkur þannig sýn, en nákvæmlega þeim augum lít ég þessar styrkveitingar. Í grein minni minnti ég á gjafir hvíta mannsins í Norður-Ameríku þegar hann var að kaupa sér velvilja frumbyggja. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á einhverjum. Eflaust er hægt að finna á þessu önnur heiti til að viðkomandi líði betur. Til dæmis að tala um pólitískar mútur. Viðræðuferli að snúast upp í aðlögun?Ég er einn þeirra sem greiddi atkvæði með aðildarumsókn Íslands að ESB. Ástæðan var sú að vísbendingar hafa komið fram um að stór hluti þjóðarinnar vildi láta á þetta reyna og síðan færi fram atkvæðagreiðsla um niðurstöðuna. Þetta gerði ég í anda lýðræðisins. Það breytir því ekki að ég tel hag Íslands betur borgið utan ESB en innan, er mjög gagnrýnin á stefnu bandalagsins og mislíkar hvernig viðræðuferlið er að snúast upp í aðlögunarferli. Höfundur er alþingismaður
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar