Körfubolti

Aftur tapaði TCU á Paradise Jam

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena Sverrisdóttir í leik með TCU.
Helena Sverrisdóttir í leik með TCU. Mynd/AP
TCU tapaði öðru sinni á jafn mörgum dögum á Paradise Jam-mótinu í gær. Helena Sverrisdóttir átti fínan leik og skoraði fjórtán stig.

Mótið fer fram á bandarísku Jómfrúaeyjunum í Karabíahafinu og er hluti af undirbúningstímabilinu í bandaríska háskólakörfuboltanum.

TCU, sem er metið 21. besta lið í Bandaríkjunum, tapaði fyrir Iowa State, sem er í sautjánda sæti á styrkleikalistanum, 64-59.

Helena náði að minnka muninn í þrjú stig fyrir TCU þegar skammt var til leiksloka en það dugði ekki til. Iowa State reyndist sterkari á lokasprettinum.

Helena tók þrjú fráköst, gaf tvær stoðendingar, stal einum bolta en tapaði tveimur á þeim 36 mínútum sem hún lék í nótt.

Hún nýtti skotin sín ekki nógu vel, alls fjögur af sautján utan af velli, þar af þrjú þriggja stiga skot í ellefu tilraunum. Hún nýtti þrjú af fjórum vítaköstum sínum. Helena var næststigahæsti leikmaður TCU.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×