Hvers vegna kvennafrí – konurnar fagna því 23. október 2010 06:00 Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til kvennafrídags eða kvennaverkfalls eins og sumar vilja kalla þennan viðburð. Það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru hvattar í fyrsta sinn til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Á árunum í kringum 1970 reis mikil og kröftug umræða um stöðu kvenna, einkum á Vesturlöndum, og öflugar kvennahreyfingar urðu til. Umræðan náði smám saman inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoðarframkvæmdastjóri. Hún hvatti til umræðu um stöðu kvenna á þessum vettvangi þjóðanna og var samþykkt 1973 að gera árið 1975 að kvennaári og að halda þá stóra kvennaráðstefnu í Mexíkó. Líklega var kvennaárið hvergi nýtt eins vel og á Íslandi. Hver viðburðurinn rak annan, allt frá ráðstefnu láglaunakvenna sem Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir til stórrar ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem samþykkt var að hvetja til kvennafrídags. Sá dagur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október með pompi og prakt um land allt en náði hámarki með glæsilegum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík. Þar kyrjuðu þúsundir kvenna Áfram stelpur og kór söng ljóð Valborgar Bentsdóttur Hvers vegna kvennafrí? sem ort var í tilefni dagsins. Kvennafríið vakti heimsathygli en hér voru sumir orðnir leiðir og sungu: Kvöl er kvennaárið. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snerust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú, 35 árum síðar, er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er stóraukinn hlutur kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikil menntun og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Árið 1975 var lítil umræða um ofbeldi karla gegn konum og fáir gerðu sér ljóst hve víðtækt, margþætt og útbreitt það væri. Nú, 35 árum síðar, er ofbeldi karla gegn konum eitt helsta viðfangsefni umræðunnar um stöðu kynjanna. Um það bil þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni og fjórða hver kona upplifir ofbeldi í nánum samböndum. Ofbeldi er mest á átaka- og hamfarasvæðum, í flóttamannabúðum og þar sem fátækt og eymd ráða ríkjum. Rannsóknir á Íslandi sýna að um 1.800 konur hér á landi búa árlega við ofbeldi í nánum samböndum og ekki þarf að minna á þann skelfilega fjölda barna sem verður fyrir kynferðislegri misnotkun ár hvert. Það er því sannarlega verk að vinna þegar boðað er til fjórða kvennafrídagsins. Það þarf að leita nýrra leiða til að útrýma kynbundnum launamun. Hann mælist á bilinu 7-17% eftir því hvaða breytur eru notar. Þá er ekki síður mikilvægt að bæta kjör umönnunarstéttanna sem eru einhverjar mikilvægustu stéttir nútímaþjóðfélags. Án þeirra snúast hjólin ekki. Það þarf að fá fyrirtækin til að skoða launamálin rækilega innan sinna veggja og grípa til aðgerða. Þær eru til og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og taka sveitarfélögin sér til fyrirmyndar en sum þeirra hafa nánast útrýmt launamun kynjanna. Misrétti á ekki að líða. Það er einnig ærið verkefni að kveða niður kynbundið ofbeldi. Þar þarf að stórauka umræður og fræðslu bæði meðal almennings og fagstétta. Það þarf að bæta aðstæður brotaþola en ekki síst að beina sjónum að gerendum, þeim sem bera ábyrgðina á ofbeldinu, byrgja brunninn og bjóða þeim eða skikka til meðferðar. Um leið og ég hvet konur um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag og bætt lífsgæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til kvennafrídags eða kvennaverkfalls eins og sumar vilja kalla þennan viðburð. Það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru hvattar í fyrsta sinn til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Á árunum í kringum 1970 reis mikil og kröftug umræða um stöðu kvenna, einkum á Vesturlöndum, og öflugar kvennahreyfingar urðu til. Umræðan náði smám saman inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoðarframkvæmdastjóri. Hún hvatti til umræðu um stöðu kvenna á þessum vettvangi þjóðanna og var samþykkt 1973 að gera árið 1975 að kvennaári og að halda þá stóra kvennaráðstefnu í Mexíkó. Líklega var kvennaárið hvergi nýtt eins vel og á Íslandi. Hver viðburðurinn rak annan, allt frá ráðstefnu láglaunakvenna sem Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir til stórrar ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem samþykkt var að hvetja til kvennafrídags. Sá dagur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október með pompi og prakt um land allt en náði hámarki með glæsilegum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík. Þar kyrjuðu þúsundir kvenna Áfram stelpur og kór söng ljóð Valborgar Bentsdóttur Hvers vegna kvennafrí? sem ort var í tilefni dagsins. Kvennafríið vakti heimsathygli en hér voru sumir orðnir leiðir og sungu: Kvöl er kvennaárið. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snerust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú, 35 árum síðar, er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er stóraukinn hlutur kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikil menntun og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Árið 1975 var lítil umræða um ofbeldi karla gegn konum og fáir gerðu sér ljóst hve víðtækt, margþætt og útbreitt það væri. Nú, 35 árum síðar, er ofbeldi karla gegn konum eitt helsta viðfangsefni umræðunnar um stöðu kynjanna. Um það bil þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni og fjórða hver kona upplifir ofbeldi í nánum samböndum. Ofbeldi er mest á átaka- og hamfarasvæðum, í flóttamannabúðum og þar sem fátækt og eymd ráða ríkjum. Rannsóknir á Íslandi sýna að um 1.800 konur hér á landi búa árlega við ofbeldi í nánum samböndum og ekki þarf að minna á þann skelfilega fjölda barna sem verður fyrir kynferðislegri misnotkun ár hvert. Það er því sannarlega verk að vinna þegar boðað er til fjórða kvennafrídagsins. Það þarf að leita nýrra leiða til að útrýma kynbundnum launamun. Hann mælist á bilinu 7-17% eftir því hvaða breytur eru notar. Þá er ekki síður mikilvægt að bæta kjör umönnunarstéttanna sem eru einhverjar mikilvægustu stéttir nútímaþjóðfélags. Án þeirra snúast hjólin ekki. Það þarf að fá fyrirtækin til að skoða launamálin rækilega innan sinna veggja og grípa til aðgerða. Þær eru til og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og taka sveitarfélögin sér til fyrirmyndar en sum þeirra hafa nánast útrýmt launamun kynjanna. Misrétti á ekki að líða. Það er einnig ærið verkefni að kveða niður kynbundið ofbeldi. Þar þarf að stórauka umræður og fræðslu bæði meðal almennings og fagstétta. Það þarf að bæta aðstæður brotaþola en ekki síst að beina sjónum að gerendum, þeim sem bera ábyrgðina á ofbeldinu, byrgja brunninn og bjóða þeim eða skikka til meðferðar. Um leið og ég hvet konur um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag og bætt lífsgæði.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar