Að vera stjórnandi á heimili og í leikskóla Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2010 05:30 Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar