Vettel býst við hörðum slag við Alonso og Massa 24. júlí 2010 19:56 Felipe Massa, Sebastian Vettel og Fernando Alonso fagna á Hockenheikm í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var kampakátur með að ná fremsta stað á ráslínu á Hockenheim brautinni í dag. Hann varð aðeins 0.002 sekúndum á undan Fernando Alonso í spennandi tímatöku. "Það væri gaman að vita hvað munurinn á milli okkar er í vegalengd var, miðað við 0.002 sekúndur. Þetta var mjög, mjög jafnt", sagði Vettel, en munurinn sem hann talar um eru 15 sentimetrar samkvæmt útreiking tölfræðings. "Fernando var mjög öflugur og Ferrari bílarnir eru mjög samkeppnisfærir hérna. Við vissum að þetta yrði erfitt, en 2/1000 úr sekúndu er ekki munur sem maður vill upplifa og við urðum að hafa fyrir þessu." "Það var mikil spenna í lokaumferðinni og ég vissi að ég hefði bara einn hring til að ná þessu. Það eru staðir í brautinni sem er auðvelt að klúðra málum og tapa tíma. Ef maður reynir of mikið er hætta á að skemma dekkin og þá finnst manni að tími sé að tapast." "Síðasti hringurinn minn var ekki 100%. Ég fór stundum yfir strikið og tapaði tíma, en á endnum dugði þetta. Ég náði að vera á undan með nánast engum mun. En ég er sérlega ánægður að vera í fyrsta skipti fremstur á ráslínu. En megin verkefnið er á morgun. Við erum með öflugan bil og það verður harður slagur við rauðu bílanna", sagði Vettel. Bein útsending er frá kappakstrinum á Hockenheim kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag í opinni dagskrá. Þátturinn Endarmarkið er sýndur að loknum kappakstrinum þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helst sem gerðist í mótinu. Sá þáttur er í lokaðri dagskrá. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel var kampakátur með að ná fremsta stað á ráslínu á Hockenheim brautinni í dag. Hann varð aðeins 0.002 sekúndum á undan Fernando Alonso í spennandi tímatöku. "Það væri gaman að vita hvað munurinn á milli okkar er í vegalengd var, miðað við 0.002 sekúndur. Þetta var mjög, mjög jafnt", sagði Vettel, en munurinn sem hann talar um eru 15 sentimetrar samkvæmt útreiking tölfræðings. "Fernando var mjög öflugur og Ferrari bílarnir eru mjög samkeppnisfærir hérna. Við vissum að þetta yrði erfitt, en 2/1000 úr sekúndu er ekki munur sem maður vill upplifa og við urðum að hafa fyrir þessu." "Það var mikil spenna í lokaumferðinni og ég vissi að ég hefði bara einn hring til að ná þessu. Það eru staðir í brautinni sem er auðvelt að klúðra málum og tapa tíma. Ef maður reynir of mikið er hætta á að skemma dekkin og þá finnst manni að tími sé að tapast." "Síðasti hringurinn minn var ekki 100%. Ég fór stundum yfir strikið og tapaði tíma, en á endnum dugði þetta. Ég náði að vera á undan með nánast engum mun. En ég er sérlega ánægður að vera í fyrsta skipti fremstur á ráslínu. En megin verkefnið er á morgun. Við erum með öflugan bil og það verður harður slagur við rauðu bílanna", sagði Vettel. Bein útsending er frá kappakstrinum á Hockenheim kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á sunnudag í opinni dagskrá. Þátturinn Endarmarkið er sýndur að loknum kappakstrinum þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helst sem gerðist í mótinu. Sá þáttur er í lokaðri dagskrá.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira