Fjórir geta orðið meistarar í lokamótinu 8. nóvember 2010 10:49 Mynd: Getty Images/Mark Thompson Fjórir ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 eftir mótið í Brasilíu í gær, en lokamótið verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel eiga mesta möguleika á meistaratitlinum, en Lewis Hamilton á tölfræðilega möguleika, en eigi hann að ná titilinum þarf hann að vinna lokamótið og þremenningunum að ganga illa. Alonso er með 246 stig, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Það er hægt að reikna dæmið á fjölmargan hátt, en ef tekið er mið af gengi kappanna í titilslagnum í gær og reiknað með að þeir berjist um sigur í lokamótinu, þá lítur dæmið svona út. Ef Vettel vinnur lokamótið og Webber verður í öðru sæti verða báðir með 256 stig og Alonso nægir þá fjórða sætið til að verða meistari, því hann fengi 258 stig. Ef Webber vinnur lokamótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að verða meistari. Webber fengi þá 263 stig og Alonso 264. Svo geta allir ökumennirnir orðir jafnir með 256 stig, ef Vettel vinnur, Webber verður annar og Alonso verður í fimmta sæti. Þá tapar Webber fyrir Vettel á færri sigrum í mótun og Vettel verður meistari af því hann hefur oftar náð fjórða sæti en Alonso. Svo er í raun aldrei að vita hvað gerist í mótinu, menn geta fallið úr leik vegna bilanna eða mistaka og Hamilton gæti orðið meistari, ef keppinautum hans gengur öllum miður vel. Hamilton verður altént að vinna mótið til að verða meistari og fá 25 stig og fer í 247. Alonso má þá ekki fá stig og verður áfram með 246, Webber verður að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki verða ofar en í þriðja sæti eigi Hamilton að verða meistari. Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fjórir ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 eftir mótið í Brasilíu í gær, en lokamótið verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel eiga mesta möguleika á meistaratitlinum, en Lewis Hamilton á tölfræðilega möguleika, en eigi hann að ná titilinum þarf hann að vinna lokamótið og þremenningunum að ganga illa. Alonso er með 246 stig, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Það er hægt að reikna dæmið á fjölmargan hátt, en ef tekið er mið af gengi kappanna í titilslagnum í gær og reiknað með að þeir berjist um sigur í lokamótinu, þá lítur dæmið svona út. Ef Vettel vinnur lokamótið og Webber verður í öðru sæti verða báðir með 256 stig og Alonso nægir þá fjórða sætið til að verða meistari, því hann fengi 258 stig. Ef Webber vinnur lokamótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að verða meistari. Webber fengi þá 263 stig og Alonso 264. Svo geta allir ökumennirnir orðir jafnir með 256 stig, ef Vettel vinnur, Webber verður annar og Alonso verður í fimmta sæti. Þá tapar Webber fyrir Vettel á færri sigrum í mótun og Vettel verður meistari af því hann hefur oftar náð fjórða sæti en Alonso. Svo er í raun aldrei að vita hvað gerist í mótinu, menn geta fallið úr leik vegna bilanna eða mistaka og Hamilton gæti orðið meistari, ef keppinautum hans gengur öllum miður vel. Hamilton verður altént að vinna mótið til að verða meistari og fá 25 stig og fer í 247. Alonso má þá ekki fá stig og verður áfram með 246, Webber verður að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki verða ofar en í þriðja sæti eigi Hamilton að verða meistari.
Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira