Fjör á frístundaheimilum 2. september 2010 06:00 Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar