Hættur á ferðamannastöðum 15. júní 2010 06:00 Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði. Flestum mönnum er gefinn ákveðinn skammtur af skynsemi sem fleytir þeim tiltölulega óhappalítið í gegnum lífið. Hjá öðrum yfirgnæfir áhættusæknin, svo engar girðingar fá þeim hvort eð er haldið. Það er þessi heilbrigða skynsemi sem við megum hvorki vanmeta né vanvirða hjá mannskepnunni. Þannig eru meira að segja þýsk umferðaryfirvöld nú á síðustu tímum búin að uppgötva þennan sannleika og farin að grisja í skógi umferðarmerkinga í sínu heimalandi. Hafa til dæmis fjarlægt fjölda merkinga sem sýna bíl steypast fram af kanti eða kaja þar sem ekið er um bryggjur eða á bökkum áa. Sama á við um umferðarmerki sem sýna möguleika á snjókomu. Farið er að treysta á að fólk verði sjálft vart við snjókomuna og þurfi því ekki á sérstökum aðvörunum að halda! Hér á landi ættum við ekki að fara að tapa trú okkar á heilbrigða, mannlega skynsemi. Láta ekki skiltaskóga og keðjubunka yfirgnæfa íslenskar náttúruperlur. Að því leyti er t.d. nóg gert varðandi Gullfoss og Geysi, þótt frágangur í umhverfi og aðgengi sé þar að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Ekki þarf heldur að segja neinum að lífshættulegt geti verið að fara of nálægt bjargbrún. En í þeim tilfellum þar sem ósýnileg eða óvænt hætta er til staðar, eins og við lundaholurnar á Látrabjargi, þar sem menn geta auðveldlega misstigið sig á ystu brún, svo og í sambandi við lævísar öldutungurnar í Reynisfjöru, þar er sjálfsagt að geta um hættuna með áberandi hætti. Þar hefðum við þurft að vera fyrri til. Eru fleiri þekktir ferðamannastaðir þessu marki brenndir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðanir Skoðun Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði. Flestum mönnum er gefinn ákveðinn skammtur af skynsemi sem fleytir þeim tiltölulega óhappalítið í gegnum lífið. Hjá öðrum yfirgnæfir áhættusæknin, svo engar girðingar fá þeim hvort eð er haldið. Það er þessi heilbrigða skynsemi sem við megum hvorki vanmeta né vanvirða hjá mannskepnunni. Þannig eru meira að segja þýsk umferðaryfirvöld nú á síðustu tímum búin að uppgötva þennan sannleika og farin að grisja í skógi umferðarmerkinga í sínu heimalandi. Hafa til dæmis fjarlægt fjölda merkinga sem sýna bíl steypast fram af kanti eða kaja þar sem ekið er um bryggjur eða á bökkum áa. Sama á við um umferðarmerki sem sýna möguleika á snjókomu. Farið er að treysta á að fólk verði sjálft vart við snjókomuna og þurfi því ekki á sérstökum aðvörunum að halda! Hér á landi ættum við ekki að fara að tapa trú okkar á heilbrigða, mannlega skynsemi. Láta ekki skiltaskóga og keðjubunka yfirgnæfa íslenskar náttúruperlur. Að því leyti er t.d. nóg gert varðandi Gullfoss og Geysi, þótt frágangur í umhverfi og aðgengi sé þar að öðru leyti fyrir neðan allar hellur. Ekki þarf heldur að segja neinum að lífshættulegt geti verið að fara of nálægt bjargbrún. En í þeim tilfellum þar sem ósýnileg eða óvænt hætta er til staðar, eins og við lundaholurnar á Látrabjargi, þar sem menn geta auðveldlega misstigið sig á ystu brún, svo og í sambandi við lævísar öldutungurnar í Reynisfjöru, þar er sjálfsagt að geta um hættuna með áberandi hætti. Þar hefðum við þurft að vera fyrri til. Eru fleiri þekktir ferðamannastaðir þessu marki brenndir?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar