Fótbolti

Anelka sendi franska knattspyrnusambandinu tóninn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Nicolas Anelka fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Nicolas Anelka notaði tækifærið í kvöld og sendi franska knattspyrnusambandinu tóninn þegar hann skoraði fyrra mark sitt í 4-0 sigri Chelsea á MSK Zilina í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Anelka var rekinn úr franska landsliðshópnum á HM í sumar og svo dæmdur í átján leikja bann fyrir hegðun sína. Hann mun hafa úthúðað Raymond Domenech landsliðsþjálfara en brottvikning hans leiddi til uppreisnar meðal frönsku leikmannanna í Suður-Afríku.

Í kvöld fagnaði hann með því að leggja saman hendur sínar líkt og hann væri í handjárnum.

„Þetta var bara smá grín en ég held að aðrir leikmenn franska landsliðsins skilji hvað þetta þýðir. Það sem gerðist í sumar er nú hluti af fortíðinni og ég er 100 prósent einbeittur að því að spila með Chelsea," sagði Anelka eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×