Hamilton og Alonso sáttir 5. júlí 2010 15:34 Alonso og Hamilton labba hér saman eins og góðir félagar. Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru búnir að ræða málin eftir nokkuð hvöss orðaskipti beggja eftir síðustu keppni. Alonso taldi Hamilton hafa sloppið létt frá dómurum eftir brot í brautinni, en Hamilton sagði hann súran vegna slaks árangurs. "Við erum í sambandi. Hann er með mitt símanúmer og ég hans. Við sendum skeyti hvor á annan um daginn og allt er í góðu", sagði Hamilton í samtali við Reuters, samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég sendi honum skeyti til að sjá hvernig honum liði og hann sagði allt í sóma og hann vissi hvernig kappakstursheimurinn virkar og að þetta er erfitt ár." Hamilton keppir á heimavelli um helgina á breyttri Silverstone braut. Þangað mun faðir hans Anthony mæta, en hann var áður umboðsmaður Hamiltons. "Ég er búinn að bjóða allri fjölskyldunni og nánast allir mæta. Ég hef þroskast mikið á því að sjá um eigin mál og hafa stjórn á hlutunum", sagði Hamilton um hvernig það væri að vera án föður síns sem umboðsmanns. "Ég er nokkuð stoltur af því að hafa stokkið á þetta. Ég hef beðið fólk að sýna þolinmæði á fundum og hef smám saman einbeitt mér að ákveðnum þáttum, sem ég skildi ekki áður og þurfti að læra á." Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru búnir að ræða málin eftir nokkuð hvöss orðaskipti beggja eftir síðustu keppni. Alonso taldi Hamilton hafa sloppið létt frá dómurum eftir brot í brautinni, en Hamilton sagði hann súran vegna slaks árangurs. "Við erum í sambandi. Hann er með mitt símanúmer og ég hans. Við sendum skeyti hvor á annan um daginn og allt er í góðu", sagði Hamilton í samtali við Reuters, samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég sendi honum skeyti til að sjá hvernig honum liði og hann sagði allt í sóma og hann vissi hvernig kappakstursheimurinn virkar og að þetta er erfitt ár." Hamilton keppir á heimavelli um helgina á breyttri Silverstone braut. Þangað mun faðir hans Anthony mæta, en hann var áður umboðsmaður Hamiltons. "Ég er búinn að bjóða allri fjölskyldunni og nánast allir mæta. Ég hef þroskast mikið á því að sjá um eigin mál og hafa stjórn á hlutunum", sagði Hamilton um hvernig það væri að vera án föður síns sem umboðsmanns. "Ég er nokkuð stoltur af því að hafa stokkið á þetta. Ég hef beðið fólk að sýna þolinmæði á fundum og hef smám saman einbeitt mér að ákveðnum þáttum, sem ég skildi ekki áður og þurfti að læra á."
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira