Blikastúlkur skoruðu átta mörk í fyrsta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2010 18:58 Blikastúlkur fögnuðu mörgum mörkum í kvöld. Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Blikaliðið á eftir að spila á móti franska liðinu Juvisy Essonne og rúmenska liðinu Targu Mures en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum. Leikurinn var einstefna Blikastúlkna frá upphafi en þeim gekk illa að nýta sér yfirburðina og ná inn fyrsta markinu. Það var þó ekki eins og Breiðabliksliðið væri ekki að skapa sér færin enda fékk liðið mjög góð færi með reglulegu millibili allan fyrri hálfleikinn. Sandra Sif Magnúsdóttir braut loksins ísinn á 25.mínútu en markið kom þó úr óvæntri átt. Sandra skoraði þá beint úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti og af um 40 metra færi. Sandra Sif lagði síðan upp næsta mark fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur og í kjölfarið fylgdu tvö mörk á næstu fjórum mínútum. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja markið með frábæru langskoti eftir laglegan einleik og Jóna Kristín Hauksdóttir gerði það fjórða eftir flottan undirbúning frá Fanndísi Friðriksdóttur. Breiðabliksliðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik þótt að sóknarþunginn hafi ekki verið alveg eins mikill og í upphafi leiksins. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum í 5-0 á 52. mínútu eftir sendingu frá Jónu Kristínu Hauksdóttur og skömmu eftir að hafa fengið algjört dauðafæri. Harpa launaði Jónu sendinguna fimm mínútum síðar og Jóna skoraði sitt annað mark í leiknum af mikill yfirvegun. Harpa skoraði sjöunda markið með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Söndru Sifar en Eistarnir minnkuðu muninn mínútu síðar. Harpa innsiglaði síðan þrennuna tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hún skoraði að yfirvegin eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Fanndísi.Tölfræðin úr leiknum: Breiðablik-Levadia Tallin 8-1 Kópavogsvöllur, 394 áhorfendur Dómari: Rhona Daly, ÍrlandiMörkin: 1-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (25.) - aukaspyrna 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (35.) - stoðsending Sandra Sif 3-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (36.) - einleikur 4-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (39.) - stoðsending Fanndís 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (52.) - stoðsending Jóna Kristín 6-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (57.) - stoðsending Harpa 7-0 Harpa Þorsteinsdóttir (67.) - stoðsending Sandra Sif 7-1 Kaidi Jekimova (68.) 8-1 Harpa Þorsteinsdóttir (88.) - stoðsending Fanndís Skot (á mark): 40-2 (19-2) Varin skot: Katherine Loomis 1 - Karzetskaja 10 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-8 Rangstöður: 11-0Breiðablik: Katherine Loomis Sandra Sif Magnúsdóttir Anna Birna Þorvaldsdóttir (55., Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Maura Ryan Hekla Palmadottir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Harpa Þorsteinsdottir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (78. Arna Ómarsdóttir) Greta Mjöll Samúelsdóttir (67., Ásta Eir Árnadóttir ) Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Blikaliðið á eftir að spila á móti franska liðinu Juvisy Essonne og rúmenska liðinu Targu Mures en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum. Leikurinn var einstefna Blikastúlkna frá upphafi en þeim gekk illa að nýta sér yfirburðina og ná inn fyrsta markinu. Það var þó ekki eins og Breiðabliksliðið væri ekki að skapa sér færin enda fékk liðið mjög góð færi með reglulegu millibili allan fyrri hálfleikinn. Sandra Sif Magnúsdóttir braut loksins ísinn á 25.mínútu en markið kom þó úr óvæntri átt. Sandra skoraði þá beint úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti og af um 40 metra færi. Sandra Sif lagði síðan upp næsta mark fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur og í kjölfarið fylgdu tvö mörk á næstu fjórum mínútum. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja markið með frábæru langskoti eftir laglegan einleik og Jóna Kristín Hauksdóttir gerði það fjórða eftir flottan undirbúning frá Fanndísi Friðriksdóttur. Breiðabliksliðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik þótt að sóknarþunginn hafi ekki verið alveg eins mikill og í upphafi leiksins. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum í 5-0 á 52. mínútu eftir sendingu frá Jónu Kristínu Hauksdóttur og skömmu eftir að hafa fengið algjört dauðafæri. Harpa launaði Jónu sendinguna fimm mínútum síðar og Jóna skoraði sitt annað mark í leiknum af mikill yfirvegun. Harpa skoraði sjöunda markið með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Söndru Sifar en Eistarnir minnkuðu muninn mínútu síðar. Harpa innsiglaði síðan þrennuna tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hún skoraði að yfirvegin eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Fanndísi.Tölfræðin úr leiknum: Breiðablik-Levadia Tallin 8-1 Kópavogsvöllur, 394 áhorfendur Dómari: Rhona Daly, ÍrlandiMörkin: 1-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (25.) - aukaspyrna 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (35.) - stoðsending Sandra Sif 3-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (36.) - einleikur 4-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (39.) - stoðsending Fanndís 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (52.) - stoðsending Jóna Kristín 6-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (57.) - stoðsending Harpa 7-0 Harpa Þorsteinsdóttir (67.) - stoðsending Sandra Sif 7-1 Kaidi Jekimova (68.) 8-1 Harpa Þorsteinsdóttir (88.) - stoðsending Fanndís Skot (á mark): 40-2 (19-2) Varin skot: Katherine Loomis 1 - Karzetskaja 10 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-8 Rangstöður: 11-0Breiðablik: Katherine Loomis Sandra Sif Magnúsdóttir Anna Birna Þorvaldsdóttir (55., Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Maura Ryan Hekla Palmadottir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Harpa Þorsteinsdottir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (78. Arna Ómarsdóttir) Greta Mjöll Samúelsdóttir (67., Ásta Eir Árnadóttir )
Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira