Blikastúlkur skoruðu átta mörk í fyrsta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2010 18:58 Blikastúlkur fögnuðu mörgum mörkum í kvöld. Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Blikaliðið á eftir að spila á móti franska liðinu Juvisy Essonne og rúmenska liðinu Targu Mures en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum. Leikurinn var einstefna Blikastúlkna frá upphafi en þeim gekk illa að nýta sér yfirburðina og ná inn fyrsta markinu. Það var þó ekki eins og Breiðabliksliðið væri ekki að skapa sér færin enda fékk liðið mjög góð færi með reglulegu millibili allan fyrri hálfleikinn. Sandra Sif Magnúsdóttir braut loksins ísinn á 25.mínútu en markið kom þó úr óvæntri átt. Sandra skoraði þá beint úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti og af um 40 metra færi. Sandra Sif lagði síðan upp næsta mark fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur og í kjölfarið fylgdu tvö mörk á næstu fjórum mínútum. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja markið með frábæru langskoti eftir laglegan einleik og Jóna Kristín Hauksdóttir gerði það fjórða eftir flottan undirbúning frá Fanndísi Friðriksdóttur. Breiðabliksliðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik þótt að sóknarþunginn hafi ekki verið alveg eins mikill og í upphafi leiksins. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum í 5-0 á 52. mínútu eftir sendingu frá Jónu Kristínu Hauksdóttur og skömmu eftir að hafa fengið algjört dauðafæri. Harpa launaði Jónu sendinguna fimm mínútum síðar og Jóna skoraði sitt annað mark í leiknum af mikill yfirvegun. Harpa skoraði sjöunda markið með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Söndru Sifar en Eistarnir minnkuðu muninn mínútu síðar. Harpa innsiglaði síðan þrennuna tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hún skoraði að yfirvegin eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Fanndísi.Tölfræðin úr leiknum: Breiðablik-Levadia Tallin 8-1 Kópavogsvöllur, 394 áhorfendur Dómari: Rhona Daly, ÍrlandiMörkin: 1-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (25.) - aukaspyrna 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (35.) - stoðsending Sandra Sif 3-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (36.) - einleikur 4-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (39.) - stoðsending Fanndís 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (52.) - stoðsending Jóna Kristín 6-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (57.) - stoðsending Harpa 7-0 Harpa Þorsteinsdóttir (67.) - stoðsending Sandra Sif 7-1 Kaidi Jekimova (68.) 8-1 Harpa Þorsteinsdóttir (88.) - stoðsending Fanndís Skot (á mark): 40-2 (19-2) Varin skot: Katherine Loomis 1 - Karzetskaja 10 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-8 Rangstöður: 11-0Breiðablik: Katherine Loomis Sandra Sif Magnúsdóttir Anna Birna Þorvaldsdóttir (55., Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Maura Ryan Hekla Palmadottir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Harpa Þorsteinsdottir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (78. Arna Ómarsdóttir) Greta Mjöll Samúelsdóttir (67., Ásta Eir Árnadóttir ) Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Blikaliðið á eftir að spila á móti franska liðinu Juvisy Essonne og rúmenska liðinu Targu Mures en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum. Leikurinn var einstefna Blikastúlkna frá upphafi en þeim gekk illa að nýta sér yfirburðina og ná inn fyrsta markinu. Það var þó ekki eins og Breiðabliksliðið væri ekki að skapa sér færin enda fékk liðið mjög góð færi með reglulegu millibili allan fyrri hálfleikinn. Sandra Sif Magnúsdóttir braut loksins ísinn á 25.mínútu en markið kom þó úr óvæntri átt. Sandra skoraði þá beint úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti og af um 40 metra færi. Sandra Sif lagði síðan upp næsta mark fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur og í kjölfarið fylgdu tvö mörk á næstu fjórum mínútum. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja markið með frábæru langskoti eftir laglegan einleik og Jóna Kristín Hauksdóttir gerði það fjórða eftir flottan undirbúning frá Fanndísi Friðriksdóttur. Breiðabliksliðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik þótt að sóknarþunginn hafi ekki verið alveg eins mikill og í upphafi leiksins. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum í 5-0 á 52. mínútu eftir sendingu frá Jónu Kristínu Hauksdóttur og skömmu eftir að hafa fengið algjört dauðafæri. Harpa launaði Jónu sendinguna fimm mínútum síðar og Jóna skoraði sitt annað mark í leiknum af mikill yfirvegun. Harpa skoraði sjöunda markið með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Söndru Sifar en Eistarnir minnkuðu muninn mínútu síðar. Harpa innsiglaði síðan þrennuna tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hún skoraði að yfirvegin eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Fanndísi.Tölfræðin úr leiknum: Breiðablik-Levadia Tallin 8-1 Kópavogsvöllur, 394 áhorfendur Dómari: Rhona Daly, ÍrlandiMörkin: 1-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (25.) - aukaspyrna 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (35.) - stoðsending Sandra Sif 3-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (36.) - einleikur 4-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (39.) - stoðsending Fanndís 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (52.) - stoðsending Jóna Kristín 6-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (57.) - stoðsending Harpa 7-0 Harpa Þorsteinsdóttir (67.) - stoðsending Sandra Sif 7-1 Kaidi Jekimova (68.) 8-1 Harpa Þorsteinsdóttir (88.) - stoðsending Fanndís Skot (á mark): 40-2 (19-2) Varin skot: Katherine Loomis 1 - Karzetskaja 10 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-8 Rangstöður: 11-0Breiðablik: Katherine Loomis Sandra Sif Magnúsdóttir Anna Birna Þorvaldsdóttir (55., Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Maura Ryan Hekla Palmadottir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Harpa Þorsteinsdottir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (78. Arna Ómarsdóttir) Greta Mjöll Samúelsdóttir (67., Ásta Eir Árnadóttir )
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira