Til að treysta stjórnvöldum - fimm grunnreglur 3. júní 2010 09:18 Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórnvaldinu: löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treystir öðrum en þínum stjórnmálaflokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni. 1. Valdheimildin skal vera skýrt afmörkuð svo ljóst sé hvort valdhafar fara um fram hana. Ættu stjórnvöld að hafa vald til að gefa nýtingarétt á náttúruauðlindum þjóðarinnar eða að leigja þær út til margra kynslóða? Hafa tveir menn vald til að lýsa yfir stríði í nafni Íslands? 2. Valdinu skal dreifa svo að spilling eigi erfiðara uppdráttar og sé auðveldari að uppræta. Ætti sami hópurinn að hafa löggjafar- og framkvæmdarvald, ásamt því að skipa dómsvaldið og stilla upp í stjórnsýslunni? Ætti þjóðin að hafa vald til að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu? 3. Valdbeitingin skal vera gegnsæ svo því verði ekki leynt þegar valdhafar fara umfram valdheimildir sínar. Er leynd yfir aðgerðum stjórnvalda einhvern tíman mikilvægari fyrir þjóðina en gegnsæi til að fylgjast með misbeitingu stjórnvaldsins? Ef svo er þá mun spilling eiga sér þar skjól. 4. Valdumboðið skal vera afturkallanlegt svo stöðva megi sem fyrst þá sem misfara með valdheimildir sínar. Því skyldi þjóðin ekki hafa rétt á að afturkalla valdumboð sitt með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar stjórnvöld misfara með valdið sem hún fól þeim? 5. Valdmisnotkun skal vera refsiverð svo valdhafar sjái síður hag sinn í að misfara með vald þjóðarinnar. Ef ákæruvaldið er skipað af framkvæmdarvaldinu er ólíklegt að það bíti húsbóndann. Því skyldi þjóðin ekki kjósa saksóknara sem gæti m.a. ákært fyrrverandi ráðherra og þingmenn fyrir misbeitingu valdsins?Hverjum skal treysta? Hverjum er treystandi til að semja og samþykkja stjórnarskrá sem best takmarkar og upprætir misbeitingu á valdi þjóðarinnar? Tillaga ríkisstjórnarinnar er að fámennt stjórnlagaþing (skipað fólki sem flest þarf fé og flokksvélar til að ná kosningu) ráðleggi stjórnvöldum hvernig reglur stjórnvöld skulu setja sjálfum sér. Tillaga Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, í Silfri Egils 22. mars 2009, er að fjölmennt úrtak allra Íslendinga skipi stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá og setur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bið lesendur að festa sig ekki í flokkslínum. Spyrjið ykkur heldur hvoru stjórnlagaþinginu treystið þið betur til að setja öllum framtíðar stjórnvöldum traustari leikreglur. Ef þið treystið frekar löggefandi stjórnlagaþingi þjóðarinnar en ráðgefandi stjórnlagaþingi flokka og fjármagnseigenda, þrýstið þá á fólkið í flokkunum. Spyrjið spurninga. Ábyrgð grasrótar og áhrifafólks stjórnarflokkanna er hér mest.Stjórnarskrá til að byggja á Stjórnkerfið er einn hornsteina samfélagsins. Aðeins traust stjórnarskrá getur til lengri tíma takmarkað og upprætt spillingu stjórnkerfisins. Við getum ekki treyst á að gott fólk veljist í valdastöður. Ef við kjósum að byggja aftur upp samfélag með slæma stjórnarskrá er öruggt að spilling í stjórnkerfinu mun rífa það niður á ný. Til að byggja til framtíðar þurfum við fyrst að spyrja: "Hvað þarf ný stjórnarskrá að segja til að takmarka og uppræta misbeitingu stjórnvaldsins?" og "Hverjum er best treystandi til að semja og samþykkja slíka stjórnarskrá?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórnvaldinu: löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treystir öðrum en þínum stjórnmálaflokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni. 1. Valdheimildin skal vera skýrt afmörkuð svo ljóst sé hvort valdhafar fara um fram hana. Ættu stjórnvöld að hafa vald til að gefa nýtingarétt á náttúruauðlindum þjóðarinnar eða að leigja þær út til margra kynslóða? Hafa tveir menn vald til að lýsa yfir stríði í nafni Íslands? 2. Valdinu skal dreifa svo að spilling eigi erfiðara uppdráttar og sé auðveldari að uppræta. Ætti sami hópurinn að hafa löggjafar- og framkvæmdarvald, ásamt því að skipa dómsvaldið og stilla upp í stjórnsýslunni? Ætti þjóðin að hafa vald til að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu? 3. Valdbeitingin skal vera gegnsæ svo því verði ekki leynt þegar valdhafar fara umfram valdheimildir sínar. Er leynd yfir aðgerðum stjórnvalda einhvern tíman mikilvægari fyrir þjóðina en gegnsæi til að fylgjast með misbeitingu stjórnvaldsins? Ef svo er þá mun spilling eiga sér þar skjól. 4. Valdumboðið skal vera afturkallanlegt svo stöðva megi sem fyrst þá sem misfara með valdheimildir sínar. Því skyldi þjóðin ekki hafa rétt á að afturkalla valdumboð sitt með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar stjórnvöld misfara með valdið sem hún fól þeim? 5. Valdmisnotkun skal vera refsiverð svo valdhafar sjái síður hag sinn í að misfara með vald þjóðarinnar. Ef ákæruvaldið er skipað af framkvæmdarvaldinu er ólíklegt að það bíti húsbóndann. Því skyldi þjóðin ekki kjósa saksóknara sem gæti m.a. ákært fyrrverandi ráðherra og þingmenn fyrir misbeitingu valdsins?Hverjum skal treysta? Hverjum er treystandi til að semja og samþykkja stjórnarskrá sem best takmarkar og upprætir misbeitingu á valdi þjóðarinnar? Tillaga ríkisstjórnarinnar er að fámennt stjórnlagaþing (skipað fólki sem flest þarf fé og flokksvélar til að ná kosningu) ráðleggi stjórnvöldum hvernig reglur stjórnvöld skulu setja sjálfum sér. Tillaga Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, í Silfri Egils 22. mars 2009, er að fjölmennt úrtak allra Íslendinga skipi stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá og setur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bið lesendur að festa sig ekki í flokkslínum. Spyrjið ykkur heldur hvoru stjórnlagaþinginu treystið þið betur til að setja öllum framtíðar stjórnvöldum traustari leikreglur. Ef þið treystið frekar löggefandi stjórnlagaþingi þjóðarinnar en ráðgefandi stjórnlagaþingi flokka og fjármagnseigenda, þrýstið þá á fólkið í flokkunum. Spyrjið spurninga. Ábyrgð grasrótar og áhrifafólks stjórnarflokkanna er hér mest.Stjórnarskrá til að byggja á Stjórnkerfið er einn hornsteina samfélagsins. Aðeins traust stjórnarskrá getur til lengri tíma takmarkað og upprætt spillingu stjórnkerfisins. Við getum ekki treyst á að gott fólk veljist í valdastöður. Ef við kjósum að byggja aftur upp samfélag með slæma stjórnarskrá er öruggt að spilling í stjórnkerfinu mun rífa það niður á ný. Til að byggja til framtíðar þurfum við fyrst að spyrja: "Hvað þarf ný stjórnarskrá að segja til að takmarka og uppræta misbeitingu stjórnvaldsins?" og "Hverjum er best treystandi til að semja og samþykkja slíka stjórnarskrá?"
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun