Ráðherra hefur rangt eftir Inga Dóra Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Orðrétt sagði ég í blaðaviðtalinu: „Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti menntamála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið sé faglegt." Ég var því ekki að óska eftir því að ráðherra hlutaðist til um einstakar ákvarðanir háskólanna, enda væri það brot á meginreglu háskólastarfs um mikilvægi akademísks frelsis. Ég kvartaði hins vegar sárlega undan skorti á fagmennsku í störfum ráðherra og menntamálaráðuneytisins, og benti á mikilvægi fagmennsku sem leiðarljóss þegar teknar væru erfiðar ákvarðanir um niðurskurð. Aðeins þannig verður íslenskum nemendum tryggð góð háskólamenntun. Orðrétt sagði ég í viðtalinu sem ráðherra vitnar í: „Í háskólageiranum erum við svo heppin að hafa mjög skýrar alþjóðlegar reglur og viðmið sem þeir háskólar sem hafa náð bestum árangri í heiminum hafa fylgt um aldaraðir og snúa m.a. að því hvernig árangur er metinn, að virku rannsóknarstarfi í skólunum og akademísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama á að gilda um íslenska háskóla." Þetta er meginatriðið. Það er ótvíræð skylda menntamálayfirvalda hvers lands að sjá til þess að fyrir liggi skýr menntastefna, að um menntastarfið gildi leikreglur og að eftirlit sé virkt með að þessum leikreglum sé fylgt. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Við munum ekki geta beitt öðrum reglum á Íslandi. Við reyndum að telja okkur trú um það í uppsveiflunni og hruninu að annað gilti um okkur sem værum fá og smá, en aðra. Erum við ekki búin að læra þá lexíu að það gengur ekki? Við verðum að gæta að því að háskólastarfið verði ekki eyðilagt. Sú ábyrgð hvílir á herðum menntamálaráðherra. Sé fólk ekki tilbúið að axla þá ábyrgð á það ekki að taka að sér ráðherradóm. Íslenska þjóðin á rétt á því. Það vekur sífellt athygli hve íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að skilja einfalda hluti. Höfundur er prófessor við Columbia-háskóla í New York og við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar