Fótbolti

Sepp Blatter er gamaldags

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Louis Van Gaal, þjálfari FC Bayern, er ekki í aðdáendaklúbbi alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og gagnrýnir sambandið harkalega fyrir silaleg vinnubrögð í tæknimálum og að bæta við dómurum.

"Blatter sagði á HM að það yrði tekin upp umræða um að nýta tæknina í fótbolta eftir mótið en nú er búið að taka það af borðinu. Svona vinnur hann," sagði Van Gaal ákveðinn.

"Sepp Blatter gamaldags. Nefndin sem sér um að semja reglur er nefnd með gömlum körlum. Það er ekkert gangsæi og við vitum ekki einu sinni nógu vel hverjir eru þarna."

Van Gaal er líka ósáttur út í þá Franz Beckenauer og Johan Cruyff sem vilja fara sér hægt í að nota marklínutækni meðal annars.

"Þessir menn segja alltaf að það þurfi að bíða og sjá til. Ef menn haga sér þannig þá gerist aldrei neitt. Það veldur mér miklum vonbrigðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×