Jóhanna Sigurðardóttir: Róttækar stjórnsýsluumbætur Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2010 06:00 Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun