Íþróttir geta verið sársaukafullar 15. nóvember 2010 09:07 Fernando Alonso hjá Ferrari varð að sjá á eftir meistara möguleikanum í gær. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að lið sitt hafi gert mistök sem kostuðu Fernando Alonso möguleikann á meistaratitli ökumanna í gær í lokamótinu í Abu Dhabi. Alonso þurfti að lenda í fjórða sæti fyrir aftan Sebastian Vettel sem vann mótið vegna stöðunnar í stigamótinu. Það hefði dugað Alonso til að næla í titilinn, en hann varð sjöundi, eftir að Ferrari útfærði keppnisáætlun á rangan hátt. "Þetta voru mistök og eftir á séð er það ljóst. En við ætlum ekki að draga einn eða neinn til ábyrgðar. Þetta var ákvörðun liðsins og við stöndum saman sem lið þegar vel eða illa gengur", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Ferrari liðið ákvað að kalla Alonso í þjónustuhlé, eftir að Mark Webber hafði tekið hlé til að fylgja honum að málum þar sem hann var fimmti í mótinu, en Alonso fjórði. Hinsvegar láðist liðinu að spá í að kappar utan titilslagsins gætu staðið sig vel og það varð rauninn. Alonso festist fyrir aftan Vitaly Petrov hjá Renault og Nico Rosberg á Mercedes og það varð fallvaldur hans í mótinu. Á meðan vann Sebastian Vettel og hirti titilinn. "Við ákváðum að skipta um dekk þar sem dekkin höfðu slitnað ótæpilega á föstudagsæfingum og svo ætluðum við að komast framúr hægfara bílum. En við gerðum mistök með áætlunina. En við berum höfuðið hátt eftir að tímabilið gekk ekki sem skyldi þar til undir lokin." "Íþróttir geta verið sársaukafullar. Ég fann til með Vettel þegar hann féll úr leik í Suður Kóreu vegna vélarbilunnar, þá í forystu. Það er einfalt að segja að við höfum tapað titlinum í lokamótinu, en það er ekki rétt. Red Bull voru bara sterkari og Ferrari gerði góða hluti ár árinu og við erum stoltir af því", sagði Domenicali. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að lið sitt hafi gert mistök sem kostuðu Fernando Alonso möguleikann á meistaratitli ökumanna í gær í lokamótinu í Abu Dhabi. Alonso þurfti að lenda í fjórða sæti fyrir aftan Sebastian Vettel sem vann mótið vegna stöðunnar í stigamótinu. Það hefði dugað Alonso til að næla í titilinn, en hann varð sjöundi, eftir að Ferrari útfærði keppnisáætlun á rangan hátt. "Þetta voru mistök og eftir á séð er það ljóst. En við ætlum ekki að draga einn eða neinn til ábyrgðar. Þetta var ákvörðun liðsins og við stöndum saman sem lið þegar vel eða illa gengur", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Ferrari liðið ákvað að kalla Alonso í þjónustuhlé, eftir að Mark Webber hafði tekið hlé til að fylgja honum að málum þar sem hann var fimmti í mótinu, en Alonso fjórði. Hinsvegar láðist liðinu að spá í að kappar utan titilslagsins gætu staðið sig vel og það varð rauninn. Alonso festist fyrir aftan Vitaly Petrov hjá Renault og Nico Rosberg á Mercedes og það varð fallvaldur hans í mótinu. Á meðan vann Sebastian Vettel og hirti titilinn. "Við ákváðum að skipta um dekk þar sem dekkin höfðu slitnað ótæpilega á föstudagsæfingum og svo ætluðum við að komast framúr hægfara bílum. En við gerðum mistök með áætlunina. En við berum höfuðið hátt eftir að tímabilið gekk ekki sem skyldi þar til undir lokin." "Íþróttir geta verið sársaukafullar. Ég fann til með Vettel þegar hann féll úr leik í Suður Kóreu vegna vélarbilunnar, þá í forystu. Það er einfalt að segja að við höfum tapað titlinum í lokamótinu, en það er ekki rétt. Red Bull voru bara sterkari og Ferrari gerði góða hluti ár árinu og við erum stoltir af því", sagði Domenicali.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira