Körfubolti

Luis Scola búinn að vera óstöðvandi með Argentínu á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Scola.
Luis Scola. Mynd/AP
Argentínumaðurinn Luis Scola hefur farið á kostum á HM í körfubolta í Tyrklandi og á stóran þátt í því að Argentínumenn eru komnir alla leið í átta liða úrslit þrátt fyrir að vera án heimsklassaleikmanns eins og Manu Ginoboli.

Luis Scola er búinn að skora 30,3 stig að meðaltali í sex leikjum og hefur brotið 30 stiga múrinn í síðustu fimm leikjum liðsins. Hann skoraði meðal annars 37 stig á 39 mínútum í 93-89 sigri Argentínu á Brasilíu í 16 liða úrslitunum.

Scola er langstigahæsti leikmaður heimsmeistarakeppninnar en hann hefur skorað 5,6 stigum meira að meðaltali en næsti maður sem er Kirk Penney frá Nýja-Sjálandi.

Luis Scola leikur með Houston Rockets í NBA-deildinni þar sem hann var með 16,2 stig og 8,6 fráköst að meðaltali á síðasta tímabili. Hann er 30 ára, 206 sm og getur spilað bæði sem framherji og miðherji. Hann átti mjög farsælan feril á Spáni áður en hann kom í NBA-deildin fyrir þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×