Bábiljur eða bjargráð 22. október 2010 06:00 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun