Fótbolti

Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal fór á kostum á ráðhústorginu.
Louis van Gaal fór á kostum á ráðhústorginu. Mynd/AFP
Louis van Gaal, þjálfari Bayern München, er þegar búinn að gera Bayern München að tvöföldum meisturum í Þýskalandi og næst á dagskrá er að vinna Meistaradeildina á Santiago Bernabeu á morgun.

Louis van Gaal hélt mjög líflega og skemmtilega ræðu á Ráðhústorginu í München eftir að Bayern hafði unnið þýska bikarinn um síðustu helgi.

Louis van Gaal sendi öllum konum á svæðinu koss, stríddi aðalandstæðingum liðsins í þýsku deildinni, talaði um mögulegan sigur í Meistaradeildinni og endaði síðan ræðuna á því að dansa við borgastjórann í München.

Louis van Gaal var greinilega búinn að fá sér nokkra fyrir ræðuna og leikmenn og forráðamenn félagsins litu svolítið skömmustulegir út á bak við hann en það gerði þetta bara enn skemmtilegra.

Það verðir enginn svikinn af því að sjá ræðu Louis van Gaal sem nálgast má hér á Youtube með enskum texta. Það er öruggt að hann verður í allt öðrum ham í úrslitaleiknum á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×