Brawn sá á eftir Button, en trúir á Schumacher 27. apríl 2010 10:14 Jenson Button og Michael Schumacher brosmildir á blaðamannfundi á mótsstað. Mynd: Getty Images Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes. "Ég var vonsvikinn að Button yfirgaf liðið. Hann taldi að fólk héldi að henni hefði orðið meistari af því hann var á besta bílnum. Hann vildi því fara og gera það sama hjá öðru liði. Hann vildi líka fá samanburð við Lewis Hamilton sem er trúlega einn sá hæfileikaríkasti frá náttúrunnar hendi", sagði Brawn í samtali við dagblaðið Sun í Bretlandi. Button ekur með Hamilton hjá McLaren. "Við erum enn vinir og ræddum saman í flugvélinni á leið heim frá Malasíu. En við erum ekki vinir á kappakstursbrautinni, frekar en aðrir keppinautar. Button var frábær liðsfélagi í fyrra, en hann er úr sögunni og við verðum að vinna hann." Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu sem Brawn stýrir, er í öðru sæti í stigamótinu, 10 stigum á eftir Button sem er með 60 stig á móti 50 Rosbergs. Michael Schumacher er hinsvegar aðeins með 10 stig, en Brawn segir hann staðráðinn í að sigra engu að síður. "Schumacher er staðráðinn í að ná árangri. Hann hefur alltaf verið sinn mesti gagnrýnandi og er mjög áræðinn og vell inréttaður. Hann gefst ekkert upp þótt á móti blási og vissulega gekk ekki vel í Kína. Við verðum að standa okkur betur í Barcelona í næsta móti og reynsla Schumachers kemur að góðum notum. Það var hugsunin á bakvið ráðningu hans til liðsins. Það er eiginlega erfiðast hvað hann er stórt númer, þannig að menn umgangist hann á eðlilegan hátt", sagði Brawn. Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes. "Ég var vonsvikinn að Button yfirgaf liðið. Hann taldi að fólk héldi að henni hefði orðið meistari af því hann var á besta bílnum. Hann vildi því fara og gera það sama hjá öðru liði. Hann vildi líka fá samanburð við Lewis Hamilton sem er trúlega einn sá hæfileikaríkasti frá náttúrunnar hendi", sagði Brawn í samtali við dagblaðið Sun í Bretlandi. Button ekur með Hamilton hjá McLaren. "Við erum enn vinir og ræddum saman í flugvélinni á leið heim frá Malasíu. En við erum ekki vinir á kappakstursbrautinni, frekar en aðrir keppinautar. Button var frábær liðsfélagi í fyrra, en hann er úr sögunni og við verðum að vinna hann." Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu sem Brawn stýrir, er í öðru sæti í stigamótinu, 10 stigum á eftir Button sem er með 60 stig á móti 50 Rosbergs. Michael Schumacher er hinsvegar aðeins með 10 stig, en Brawn segir hann staðráðinn í að sigra engu að síður. "Schumacher er staðráðinn í að ná árangri. Hann hefur alltaf verið sinn mesti gagnrýnandi og er mjög áræðinn og vell inréttaður. Hann gefst ekkert upp þótt á móti blási og vissulega gekk ekki vel í Kína. Við verðum að standa okkur betur í Barcelona í næsta móti og reynsla Schumachers kemur að góðum notum. Það var hugsunin á bakvið ráðningu hans til liðsins. Það er eiginlega erfiðast hvað hann er stórt númer, þannig að menn umgangist hann á eðlilegan hátt", sagði Brawn.
Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira