Gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 24. janúar 2010 18:30 Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, er grunaður um að hafa valdið félaginu tjóni með vanrækslu í starfi. Viðurlög við slíku broti geta varðað allt að sex ára fangelsi en sérstakur saksóknari rannsakar málið. Þá gæti Þór einnig hafa skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart Sjóvá með því að lesa ekki samninga áður en hann skrifaði undir þá. Þór segist aldrei hafa haft frumkvæði að neinum ákvörðunum um fjárfestingar félagsins. Hann kveðst þó þurfa að horfast í augu við að hafa skrifað undir samninga sem reyndust félaginu dýrkeyptir án þess að hafa vitneskju um innihald þeirra. DV birti úrdrátt úr yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Þór Sigfússyni í helgarblaði sínu. Þar kemur fram að Þór vissi oft og tíðum ekkert undir hvaða samninga hann var að skrifa hjá Sjóvá þar sem hann hefði yfirleitt ekki lesið þá yfir. Þór gat t.a.m. ekki útskýrt hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða króna láni frá Sjóvá til Vafnings í febrúar 2008. Hann vissi ekki hverjir forsavarsmenn þess félags voru né hvaða eignir það átti. Samt skrifaði hann undir samninginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Þór grunaður um að hafa með vanrækslu sinni í starfi gerst sekur um umboðssvik. Þetta mun vera einn angi rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og fyrrum móðurfélagi þess Milestone. Umboðssvik falla undir auðgunarbrot hegningarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þau felast í því að einstaklingur í krafti umboðs eða stöðu gerir eitthvað eða lætur það ógert til að auðga sjálfan sig eða aðra á kostnað þess sem veitir umboðið. Þar með er þó ekki allt talið því núverandi stjórn Sjóvár gæti einnig farið fram á skaðabætur frá Þór vegna vanrækslu í starfi. Í hlutafélagalögum segir að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar séu skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Þór sagði starfi sínu sem forstjóri Sjóvár lausu skömmu eftir bankahrunið en hann hafði um þrjár milljónir króna í laun á mánuði. Þá vék hann formlega úr sæti formanns Samtaka atvinnulífsins í september á síðasta ári. Þór segist ekki hafa hagnast á viðskiptunum og ekki hafa haft frumkvæði að þeim. Hann hafi talið sig vera með teymi í kringum sig sem hann gæti treyst. Hann segist kvíða niðurstöðum sérstaks saksóknara. Vafningsmálið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira
Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, er grunaður um að hafa valdið félaginu tjóni með vanrækslu í starfi. Viðurlög við slíku broti geta varðað allt að sex ára fangelsi en sérstakur saksóknari rannsakar málið. Þá gæti Þór einnig hafa skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart Sjóvá með því að lesa ekki samninga áður en hann skrifaði undir þá. Þór segist aldrei hafa haft frumkvæði að neinum ákvörðunum um fjárfestingar félagsins. Hann kveðst þó þurfa að horfast í augu við að hafa skrifað undir samninga sem reyndust félaginu dýrkeyptir án þess að hafa vitneskju um innihald þeirra. DV birti úrdrátt úr yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Þór Sigfússyni í helgarblaði sínu. Þar kemur fram að Þór vissi oft og tíðum ekkert undir hvaða samninga hann var að skrifa hjá Sjóvá þar sem hann hefði yfirleitt ekki lesið þá yfir. Þór gat t.a.m. ekki útskýrt hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða króna láni frá Sjóvá til Vafnings í febrúar 2008. Hann vissi ekki hverjir forsavarsmenn þess félags voru né hvaða eignir það átti. Samt skrifaði hann undir samninginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Þór grunaður um að hafa með vanrækslu sinni í starfi gerst sekur um umboðssvik. Þetta mun vera einn angi rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og fyrrum móðurfélagi þess Milestone. Umboðssvik falla undir auðgunarbrot hegningarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þau felast í því að einstaklingur í krafti umboðs eða stöðu gerir eitthvað eða lætur það ógert til að auðga sjálfan sig eða aðra á kostnað þess sem veitir umboðið. Þar með er þó ekki allt talið því núverandi stjórn Sjóvár gæti einnig farið fram á skaðabætur frá Þór vegna vanrækslu í starfi. Í hlutafélagalögum segir að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar séu skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Þór sagði starfi sínu sem forstjóri Sjóvár lausu skömmu eftir bankahrunið en hann hafði um þrjár milljónir króna í laun á mánuði. Þá vék hann formlega úr sæti formanns Samtaka atvinnulífsins í september á síðasta ári. Þór segist ekki hafa hagnast á viðskiptunum og ekki hafa haft frumkvæði að þeim. Hann hafi talið sig vera með teymi í kringum sig sem hann gæti treyst. Hann segist kvíða niðurstöðum sérstaks saksóknara.
Vafningsmálið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira