Gísli Gíslason: Skot sem geigar 16. apríl 2010 06:00 Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hvalfjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hvalfjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxtum.“ Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf sem Spölur, eigandi væntanlegra Hvalfjarðarganga, gaf út. Þetta var fyrsta fjárfesting lífeyrissjóðanna í einkaframkvæmd og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkisábyrgð eða tryggð með veði í fasteignum. Vextir á lánunum voru vissulega háir en lífeyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyrissjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku lífeyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæplega orðið að veruleika á sínum tíma. Ég er viðkvæmur fyrir því að skotum sé beint að lífeyrissjóðunum á forsendum sem veiðimaðurinn gefur sér og get upplýst hann og aðra um að Spölur greiddi upp upphaflegu lífeyrissjóðalánin strax haustið 2004. Félagið hefur síðan nokkur ár til að greiða niður önnur lán sín eða til 2018, lögum samkvæmt. Þar á meðal eru lífeyrissjóðalán sem komu til sögunnar við skuldbreytingu hjá Speli 2005 á verulega lægri vöxtum en þekkjast nú um stundir. Allt er málið því í eðlilegum farvegi og hið eina sem fór ekki eins og til var stofnað var að Spölur gat leyft sér að láta vegfarendur njóta þess frá upphafi að umferðin um göngin væri mun meiri en ráð var fyrir gert og þar með tekjustreymi til félagsins. Veggjaldið átti að fylgja verðlagi en hefur aldrei gert það. Gjaldið er þannig stórum lægra en ef það hefði tekið vísitöluhækkunum á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hvalfjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hvalfjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxtum.“ Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf sem Spölur, eigandi væntanlegra Hvalfjarðarganga, gaf út. Þetta var fyrsta fjárfesting lífeyrissjóðanna í einkaframkvæmd og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkisábyrgð eða tryggð með veði í fasteignum. Vextir á lánunum voru vissulega háir en lífeyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyrissjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku lífeyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæplega orðið að veruleika á sínum tíma. Ég er viðkvæmur fyrir því að skotum sé beint að lífeyrissjóðunum á forsendum sem veiðimaðurinn gefur sér og get upplýst hann og aðra um að Spölur greiddi upp upphaflegu lífeyrissjóðalánin strax haustið 2004. Félagið hefur síðan nokkur ár til að greiða niður önnur lán sín eða til 2018, lögum samkvæmt. Þar á meðal eru lífeyrissjóðalán sem komu til sögunnar við skuldbreytingu hjá Speli 2005 á verulega lægri vöxtum en þekkjast nú um stundir. Allt er málið því í eðlilegum farvegi og hið eina sem fór ekki eins og til var stofnað var að Spölur gat leyft sér að láta vegfarendur njóta þess frá upphafi að umferðin um göngin væri mun meiri en ráð var fyrir gert og þar með tekjustreymi til félagsins. Veggjaldið átti að fylgja verðlagi en hefur aldrei gert það. Gjaldið er þannig stórum lægra en ef það hefði tekið vísitöluhækkunum á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar