19 ára Mexíkani ráðinn til BMW Sauber 22. september 2010 17:15 Esteban Gutierrez er nítjan ára gamall og frá Mexíkó. Mynd: Getty Images Esteban Gutierrez frá Mexikó hefur verið ráðinn þróunar og varaökumaður BMW Sauber liðsins. Hann er með yngri ökumönnum sem hafa gengið til liðs við Formúlu 1 lið. Gutierrez er 19 ára gamall og varð nýlega meistari í GP3 mótaröðinni með ART liðinu, sem er þekkt keppnislið. Kappinn vann fimm mót af sextán í mótaröðinni. Peter Sauber, eigandi BMW Sauber hefur verið naskur að finna ökumenn og gaf Kimi Raikkönen m.a. fyrsta sjénsinn í Formúlu 1 á sínum tíma. "Esteban er mjög þroskaður miðað við aldur og það hefur verið sönn ánægja að fá hann og hafa í herbúðum okkar", sagði Sauber í frétt á f1.com, en Gutierrez hefur verið tengdur liðinu á árinu. Hann prófaði einni BMW í fyrra á æfingu. "Liðið hvatti hann í GP3 mótaröðinni, þar sem hann sýndi kænsku og við erum vissir um að hann mun þróast hratt. Hann er hógvær og námsfús og er vinsæll innan liðsins." Gutierrez segir Formúlu 1 keppni sitt markmið. "Ég hef lært mikið um fagmennskuna í Formúlu 1 og í september æfði ég líkamlegu hliðina með tveimur ökumönnum liðsins. Formúla 1 er mitt markmið og ég er þakklátur Peter Sauber fyrir traust hans á mér og hæfileikum mínum", sagði Gutierrez. Hann mun keyra með fleiri ungliðum á sérstakri æfingu í Abu Dhabi í nóvember. Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Esteban Gutierrez frá Mexikó hefur verið ráðinn þróunar og varaökumaður BMW Sauber liðsins. Hann er með yngri ökumönnum sem hafa gengið til liðs við Formúlu 1 lið. Gutierrez er 19 ára gamall og varð nýlega meistari í GP3 mótaröðinni með ART liðinu, sem er þekkt keppnislið. Kappinn vann fimm mót af sextán í mótaröðinni. Peter Sauber, eigandi BMW Sauber hefur verið naskur að finna ökumenn og gaf Kimi Raikkönen m.a. fyrsta sjénsinn í Formúlu 1 á sínum tíma. "Esteban er mjög þroskaður miðað við aldur og það hefur verið sönn ánægja að fá hann og hafa í herbúðum okkar", sagði Sauber í frétt á f1.com, en Gutierrez hefur verið tengdur liðinu á árinu. Hann prófaði einni BMW í fyrra á æfingu. "Liðið hvatti hann í GP3 mótaröðinni, þar sem hann sýndi kænsku og við erum vissir um að hann mun þróast hratt. Hann er hógvær og námsfús og er vinsæll innan liðsins." Gutierrez segir Formúlu 1 keppni sitt markmið. "Ég hef lært mikið um fagmennskuna í Formúlu 1 og í september æfði ég líkamlegu hliðina með tveimur ökumönnum liðsins. Formúla 1 er mitt markmið og ég er þakklátur Peter Sauber fyrir traust hans á mér og hæfileikum mínum", sagði Gutierrez. Hann mun keyra með fleiri ungliðum á sérstakri æfingu í Abu Dhabi í nóvember.
Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira