19 ára Mexíkani ráðinn til BMW Sauber 22. september 2010 17:15 Esteban Gutierrez er nítjan ára gamall og frá Mexíkó. Mynd: Getty Images Esteban Gutierrez frá Mexikó hefur verið ráðinn þróunar og varaökumaður BMW Sauber liðsins. Hann er með yngri ökumönnum sem hafa gengið til liðs við Formúlu 1 lið. Gutierrez er 19 ára gamall og varð nýlega meistari í GP3 mótaröðinni með ART liðinu, sem er þekkt keppnislið. Kappinn vann fimm mót af sextán í mótaröðinni. Peter Sauber, eigandi BMW Sauber hefur verið naskur að finna ökumenn og gaf Kimi Raikkönen m.a. fyrsta sjénsinn í Formúlu 1 á sínum tíma. "Esteban er mjög þroskaður miðað við aldur og það hefur verið sönn ánægja að fá hann og hafa í herbúðum okkar", sagði Sauber í frétt á f1.com, en Gutierrez hefur verið tengdur liðinu á árinu. Hann prófaði einni BMW í fyrra á æfingu. "Liðið hvatti hann í GP3 mótaröðinni, þar sem hann sýndi kænsku og við erum vissir um að hann mun þróast hratt. Hann er hógvær og námsfús og er vinsæll innan liðsins." Gutierrez segir Formúlu 1 keppni sitt markmið. "Ég hef lært mikið um fagmennskuna í Formúlu 1 og í september æfði ég líkamlegu hliðina með tveimur ökumönnum liðsins. Formúla 1 er mitt markmið og ég er þakklátur Peter Sauber fyrir traust hans á mér og hæfileikum mínum", sagði Gutierrez. Hann mun keyra með fleiri ungliðum á sérstakri æfingu í Abu Dhabi í nóvember. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Esteban Gutierrez frá Mexikó hefur verið ráðinn þróunar og varaökumaður BMW Sauber liðsins. Hann er með yngri ökumönnum sem hafa gengið til liðs við Formúlu 1 lið. Gutierrez er 19 ára gamall og varð nýlega meistari í GP3 mótaröðinni með ART liðinu, sem er þekkt keppnislið. Kappinn vann fimm mót af sextán í mótaröðinni. Peter Sauber, eigandi BMW Sauber hefur verið naskur að finna ökumenn og gaf Kimi Raikkönen m.a. fyrsta sjénsinn í Formúlu 1 á sínum tíma. "Esteban er mjög þroskaður miðað við aldur og það hefur verið sönn ánægja að fá hann og hafa í herbúðum okkar", sagði Sauber í frétt á f1.com, en Gutierrez hefur verið tengdur liðinu á árinu. Hann prófaði einni BMW í fyrra á æfingu. "Liðið hvatti hann í GP3 mótaröðinni, þar sem hann sýndi kænsku og við erum vissir um að hann mun þróast hratt. Hann er hógvær og námsfús og er vinsæll innan liðsins." Gutierrez segir Formúlu 1 keppni sitt markmið. "Ég hef lært mikið um fagmennskuna í Formúlu 1 og í september æfði ég líkamlegu hliðina með tveimur ökumönnum liðsins. Formúla 1 er mitt markmið og ég er þakklátur Peter Sauber fyrir traust hans á mér og hæfileikum mínum", sagði Gutierrez. Hann mun keyra með fleiri ungliðum á sérstakri æfingu í Abu Dhabi í nóvember.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira