Íslenskur iPhone-leikur á markað 2. desember 2010 12:30 vilja fá krakkana í klassíkina Strákarnir hjá fyrirtækinu Fancy Pants Global hafa hannað íslenskan iPhone-leik sem kynnir klassíska tónlist fyrir ungu fólki. fréttablaðið/anton „Grunnpælingin er að færa heim klassískrar tónlistar nær börnum,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, en í dag kemur út íslenskur tölvuleikur fyrir iPhone sem byggður er á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur um forvitnu músina Maxímús. Viggó Ingimar stofnaði fyrirtækið Fancy Pants Global fyrir rúmu ári ásamt félögum sínum, en fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins kom upp sú hugmynd að gera tölvuleik fyrir Maxímús Músíkus ehf. „Við fengum úthlutað skrifstofurými í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en þar voru stelpurnar í Maxímús Músíkús einnig með skrifstofu. Í einhverjum kaffitímanum kom svo bara þessi klikkaða hugmynd um að gera iPhone-tölvuleik fyrir þær,“ segir Viggó. Hann segir marga unga krakka í dag ekki kynnast klassískri tónlist, þar sem foreldrarnir spili bara FM 957 og X-ið. „Við fórum að hugsa hvernig við gætum fært þennan klassíska heim nær krökkunum og gert hann áhugaverðan og skemmtilegan. Við hönnuðum því leik þar sem krakkarnir geta spilað á hljóðfærin sem eru áberandi í klassískri tónlist,“ segir Viggó. Hann segir leikinn einfaldlega vera þannig að hægt sé að velja sér nokkrar tegundir hljóðfæra, lítill lagstúfur sé spilaður og sá sem spili leikinn eigi að endurtaka nóturnar sem hann heyrir. Viggó segir þó að þeir sem eigi iPhone hér á landi gætu átt í erfiðleikum með að eignast leikinn. „Þeir sem nota iPhone hafa aðgang að miðlægri búð sem heitir App Store og þangað geta allir sótt leiki, þar á meðal leikinn okkar, og borgað um tvo dali fyrir. App Store er hins vegar ekki lögleg á Íslandi,“ segir Viggó, en bætir við í léttum dúr að einhverjar krókaleiðir séu þó mögulegar.- ka Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
„Grunnpælingin er að færa heim klassískrar tónlistar nær börnum,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, en í dag kemur út íslenskur tölvuleikur fyrir iPhone sem byggður er á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur um forvitnu músina Maxímús. Viggó Ingimar stofnaði fyrirtækið Fancy Pants Global fyrir rúmu ári ásamt félögum sínum, en fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins kom upp sú hugmynd að gera tölvuleik fyrir Maxímús Músíkus ehf. „Við fengum úthlutað skrifstofurými í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en þar voru stelpurnar í Maxímús Músíkús einnig með skrifstofu. Í einhverjum kaffitímanum kom svo bara þessi klikkaða hugmynd um að gera iPhone-tölvuleik fyrir þær,“ segir Viggó. Hann segir marga unga krakka í dag ekki kynnast klassískri tónlist, þar sem foreldrarnir spili bara FM 957 og X-ið. „Við fórum að hugsa hvernig við gætum fært þennan klassíska heim nær krökkunum og gert hann áhugaverðan og skemmtilegan. Við hönnuðum því leik þar sem krakkarnir geta spilað á hljóðfærin sem eru áberandi í klassískri tónlist,“ segir Viggó. Hann segir leikinn einfaldlega vera þannig að hægt sé að velja sér nokkrar tegundir hljóðfæra, lítill lagstúfur sé spilaður og sá sem spili leikinn eigi að endurtaka nóturnar sem hann heyrir. Viggó segir þó að þeir sem eigi iPhone hér á landi gætu átt í erfiðleikum með að eignast leikinn. „Þeir sem nota iPhone hafa aðgang að miðlægri búð sem heitir App Store og þangað geta allir sótt leiki, þar á meðal leikinn okkar, og borgað um tvo dali fyrir. App Store er hins vegar ekki lögleg á Íslandi,“ segir Viggó, en bætir við í léttum dúr að einhverjar krókaleiðir séu þó mögulegar.- ka
Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning