Íslenskur iPhone-leikur á markað 2. desember 2010 12:30 vilja fá krakkana í klassíkina Strákarnir hjá fyrirtækinu Fancy Pants Global hafa hannað íslenskan iPhone-leik sem kynnir klassíska tónlist fyrir ungu fólki. fréttablaðið/anton „Grunnpælingin er að færa heim klassískrar tónlistar nær börnum,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, en í dag kemur út íslenskur tölvuleikur fyrir iPhone sem byggður er á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur um forvitnu músina Maxímús. Viggó Ingimar stofnaði fyrirtækið Fancy Pants Global fyrir rúmu ári ásamt félögum sínum, en fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins kom upp sú hugmynd að gera tölvuleik fyrir Maxímús Músíkus ehf. „Við fengum úthlutað skrifstofurými í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en þar voru stelpurnar í Maxímús Músíkús einnig með skrifstofu. Í einhverjum kaffitímanum kom svo bara þessi klikkaða hugmynd um að gera iPhone-tölvuleik fyrir þær,“ segir Viggó. Hann segir marga unga krakka í dag ekki kynnast klassískri tónlist, þar sem foreldrarnir spili bara FM 957 og X-ið. „Við fórum að hugsa hvernig við gætum fært þennan klassíska heim nær krökkunum og gert hann áhugaverðan og skemmtilegan. Við hönnuðum því leik þar sem krakkarnir geta spilað á hljóðfærin sem eru áberandi í klassískri tónlist,“ segir Viggó. Hann segir leikinn einfaldlega vera þannig að hægt sé að velja sér nokkrar tegundir hljóðfæra, lítill lagstúfur sé spilaður og sá sem spili leikinn eigi að endurtaka nóturnar sem hann heyrir. Viggó segir þó að þeir sem eigi iPhone hér á landi gætu átt í erfiðleikum með að eignast leikinn. „Þeir sem nota iPhone hafa aðgang að miðlægri búð sem heitir App Store og þangað geta allir sótt leiki, þar á meðal leikinn okkar, og borgað um tvo dali fyrir. App Store er hins vegar ekki lögleg á Íslandi,“ segir Viggó, en bætir við í léttum dúr að einhverjar krókaleiðir séu þó mögulegar.- ka Lífið Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Grunnpælingin er að færa heim klassískrar tónlistar nær börnum,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, en í dag kemur út íslenskur tölvuleikur fyrir iPhone sem byggður er á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur um forvitnu músina Maxímús. Viggó Ingimar stofnaði fyrirtækið Fancy Pants Global fyrir rúmu ári ásamt félögum sínum, en fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins kom upp sú hugmynd að gera tölvuleik fyrir Maxímús Músíkus ehf. „Við fengum úthlutað skrifstofurými í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en þar voru stelpurnar í Maxímús Músíkús einnig með skrifstofu. Í einhverjum kaffitímanum kom svo bara þessi klikkaða hugmynd um að gera iPhone-tölvuleik fyrir þær,“ segir Viggó. Hann segir marga unga krakka í dag ekki kynnast klassískri tónlist, þar sem foreldrarnir spili bara FM 957 og X-ið. „Við fórum að hugsa hvernig við gætum fært þennan klassíska heim nær krökkunum og gert hann áhugaverðan og skemmtilegan. Við hönnuðum því leik þar sem krakkarnir geta spilað á hljóðfærin sem eru áberandi í klassískri tónlist,“ segir Viggó. Hann segir leikinn einfaldlega vera þannig að hægt sé að velja sér nokkrar tegundir hljóðfæra, lítill lagstúfur sé spilaður og sá sem spili leikinn eigi að endurtaka nóturnar sem hann heyrir. Viggó segir þó að þeir sem eigi iPhone hér á landi gætu átt í erfiðleikum með að eignast leikinn. „Þeir sem nota iPhone hafa aðgang að miðlægri búð sem heitir App Store og þangað geta allir sótt leiki, þar á meðal leikinn okkar, og borgað um tvo dali fyrir. App Store er hins vegar ekki lögleg á Íslandi,“ segir Viggó, en bætir við í léttum dúr að einhverjar krókaleiðir séu þó mögulegar.- ka
Lífið Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira