Um baktjöld þagnar háskólamanna 24. september 2010 06:00 Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar