Steinar Bragi: Teygður þumall 11. maí 2010 12:39 Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingismenn að "drulla sér út". Þessum tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir - og þumall tognar á þingverði. Þumallinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumallinn kominn í lag.En Ísland virðist brotið, sem fyrr. Fyrstu hruns-ákærurnar eru gegn borgurum landsins, og þessir tilteknu borgarar standa frammi fyrir allt að sextán ára fangelsi, en að lágmarki eins árs. Á Alþingi situr ný ríkisstjórn sem komst til valda fyrir heilmörg skilti, upphrópanir og glamrandi potta, sem sögðu þó aldrei neitt flóknara en drullið ykkur út. Með einni undantekningu hefur enginn núverandi valdhafa tjáð sig um þetta mál.Níu vatnsgreiddir HeimdellingarÞað er vert að endurtaka þetta: að lágmarki eins árs fangelsi fyrir að hrópa af pöllum Alþingis og teygja þumal. Dómar í nauðgunarmálum eru algengir upp á eitt til tvö ár. Mennirnir sem hafa rænt hverja vinnandi manneskju um milljónir, kostað örvæntingu og gnístran tanna hjá fjölskyldum landsins - baráttumenn eins og Icesave-feðgarnir, Jón Ásgeir, Fons-Pálmi - ganga hins vegar lausir og ekki í sjónmáli að það muni breytast. En ef svo ólíklega vildi til, þá fengju þeir engin sextán ár, heldur tvö. Það er áttfaldur silkihanski á við almennt borgarahyskið, pulsuþjófnaði okkar, skítugar upphrópanir og teygða þumla.En fyrir lögum eru ekki allir jafnir. Sá hópur sem fór inn í Alþingi, eða gerði tilraun til þess þennan dag, var mun fjölmennari en þau níu sem eru ákærð. Það er ekki vitað hvers vegna látið var duga, af tæpum þrjátíu einstaklingum, að kæra einungis níu - nema níu hafi þótt nægja til að fæla okkur hin frá að taka upp á þessu síðar meir. Fæst af þessum níu hafa áður komið við sögu mótmæla; sum eiga svartklædda vini sem gjarnan eru notaðir til að myndskreyta fréttir af málinu, en kannski er lykillinn að þessu öllu einfaldlega sá að ekkert hinna níu er af Engeyjarrættinni, ekkert er sonur Davíðs, og fæst myndu þau þykja líkleg til að vekja samúð þjóðar eða fjölmiðla.Sjáið fyrir ykkur níu vatnsgreidda Heimdellinga sem mæta á Alþingi þegar hækka á barnabætur, eða níu femínista úr Samfylkingunni eða VG þegar stripp verður lögleitt aftur. Tvö þeirra ná alla leið upp á pallana og hrópa Niður með kommana! eða Þrælahaldarar! Þeim er hent út, þumall tognar. Og ekkert þeirra er ákært. Enginn talar um ofbeldi. Þótt þjóðin verði ekki öll ánægð, er ekki frá því að allt havaríið þyki hraustleikamerki hjá æskunni sem erfa á landið.Enginn þumallEn kæran snýst ekki um þumal, eða hver rak olnboga í andlit hvers í stigum Alþingis. Þetta snýst ekki um ofbeldi eða líkamstjón, heldur einungis þetta: truflun á störfum Alþingis.Truflanir á störfum stjórnmálamanna eru ekki nýmæli á Íslandi. Þegar Sigurjón og Jón Gnarr voru með útvarpsþáttinn Tvíhöfða sendu þeir Jón Atla Jónasson niður á þing til að trufla störf þingsins og útvörpuðu látunum. Enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Fyrir nokkrum árum gerði Jón í Sigurrós hróp að borgarstjórn til að mótmæla virkjun, og enn nýlegar lögðu þrír háskólanemar sem allir heita Jón leið sína í ráðhúsið til að mótmæla orkusölu til Kanada. Öllum var sparkað út með látum, en enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Þegar Sigmundur Ernir truflaði þingstörf með því að tala drukkinn í pontu Alþingis stóð hann ekki heldur frammi fyrir sextán árum í fangelsi, ekki Össur Skarphéðinsson fyrir ræðuhöld af pöllum, ekki Árni Johnsen fyrir að dotta árum saman úti í sal og hrjóta, og ekki Steingrímur J. fyrir frammíköll.Allt þetta fólk var frjálst til að láta í ljós skoðun sína, og er það ennþá. En ef sakfellt verður í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðarleg og jafnvel kröftug skoðanaskipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýsinga.SamstaðaRáðherrar landsins og þingmenn sitja í stólum sínum ekki síst vegna mótmæla af því tagi sem nú á að fangelsa fyrir. Alþingismenn hljóta að hafa skoðun á málinu, þótt lítið hafi farið fyrir henni hingað til. Ég lýsi eftir þessari skoðun, og hver afstaða þingmanna er til mögulegrar sakfellingar.Það er líka rétt að undirstrika að fangelsisdómar í þessu máli verða ekki kveðnir upp án þess að búast megi við mótmælum, fólk fari jafnvel inn í Alþingi og upp á palla, eins og er ennþá réttur okkar, og biðji einhvern um að koma sér út; að margir verði reiðubúnir til að láta handtaka sig og dæma samkvæmt sömu ólögum og nímenningarnir standa frammi fyrir - í eins til sextán ára fangelsi. Enginn sem mótmælti þessa daga sem eru kenndir við búsáhaldabyltingu gerði meira en þau sem nú eru ákærð. Við erum þetta fólk. Það erum við sem erum ákærð á morgun, miðvikudag, klukkan 13.15, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingismenn að "drulla sér út". Þessum tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir - og þumall tognar á þingverði. Þumallinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumallinn kominn í lag.En Ísland virðist brotið, sem fyrr. Fyrstu hruns-ákærurnar eru gegn borgurum landsins, og þessir tilteknu borgarar standa frammi fyrir allt að sextán ára fangelsi, en að lágmarki eins árs. Á Alþingi situr ný ríkisstjórn sem komst til valda fyrir heilmörg skilti, upphrópanir og glamrandi potta, sem sögðu þó aldrei neitt flóknara en drullið ykkur út. Með einni undantekningu hefur enginn núverandi valdhafa tjáð sig um þetta mál.Níu vatnsgreiddir HeimdellingarÞað er vert að endurtaka þetta: að lágmarki eins árs fangelsi fyrir að hrópa af pöllum Alþingis og teygja þumal. Dómar í nauðgunarmálum eru algengir upp á eitt til tvö ár. Mennirnir sem hafa rænt hverja vinnandi manneskju um milljónir, kostað örvæntingu og gnístran tanna hjá fjölskyldum landsins - baráttumenn eins og Icesave-feðgarnir, Jón Ásgeir, Fons-Pálmi - ganga hins vegar lausir og ekki í sjónmáli að það muni breytast. En ef svo ólíklega vildi til, þá fengju þeir engin sextán ár, heldur tvö. Það er áttfaldur silkihanski á við almennt borgarahyskið, pulsuþjófnaði okkar, skítugar upphrópanir og teygða þumla.En fyrir lögum eru ekki allir jafnir. Sá hópur sem fór inn í Alþingi, eða gerði tilraun til þess þennan dag, var mun fjölmennari en þau níu sem eru ákærð. Það er ekki vitað hvers vegna látið var duga, af tæpum þrjátíu einstaklingum, að kæra einungis níu - nema níu hafi þótt nægja til að fæla okkur hin frá að taka upp á þessu síðar meir. Fæst af þessum níu hafa áður komið við sögu mótmæla; sum eiga svartklædda vini sem gjarnan eru notaðir til að myndskreyta fréttir af málinu, en kannski er lykillinn að þessu öllu einfaldlega sá að ekkert hinna níu er af Engeyjarrættinni, ekkert er sonur Davíðs, og fæst myndu þau þykja líkleg til að vekja samúð þjóðar eða fjölmiðla.Sjáið fyrir ykkur níu vatnsgreidda Heimdellinga sem mæta á Alþingi þegar hækka á barnabætur, eða níu femínista úr Samfylkingunni eða VG þegar stripp verður lögleitt aftur. Tvö þeirra ná alla leið upp á pallana og hrópa Niður með kommana! eða Þrælahaldarar! Þeim er hent út, þumall tognar. Og ekkert þeirra er ákært. Enginn talar um ofbeldi. Þótt þjóðin verði ekki öll ánægð, er ekki frá því að allt havaríið þyki hraustleikamerki hjá æskunni sem erfa á landið.Enginn þumallEn kæran snýst ekki um þumal, eða hver rak olnboga í andlit hvers í stigum Alþingis. Þetta snýst ekki um ofbeldi eða líkamstjón, heldur einungis þetta: truflun á störfum Alþingis.Truflanir á störfum stjórnmálamanna eru ekki nýmæli á Íslandi. Þegar Sigurjón og Jón Gnarr voru með útvarpsþáttinn Tvíhöfða sendu þeir Jón Atla Jónasson niður á þing til að trufla störf þingsins og útvörpuðu látunum. Enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Fyrir nokkrum árum gerði Jón í Sigurrós hróp að borgarstjórn til að mótmæla virkjun, og enn nýlegar lögðu þrír háskólanemar sem allir heita Jón leið sína í ráðhúsið til að mótmæla orkusölu til Kanada. Öllum var sparkað út með látum, en enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Þegar Sigmundur Ernir truflaði þingstörf með því að tala drukkinn í pontu Alþingis stóð hann ekki heldur frammi fyrir sextán árum í fangelsi, ekki Össur Skarphéðinsson fyrir ræðuhöld af pöllum, ekki Árni Johnsen fyrir að dotta árum saman úti í sal og hrjóta, og ekki Steingrímur J. fyrir frammíköll.Allt þetta fólk var frjálst til að láta í ljós skoðun sína, og er það ennþá. En ef sakfellt verður í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðarleg og jafnvel kröftug skoðanaskipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýsinga.SamstaðaRáðherrar landsins og þingmenn sitja í stólum sínum ekki síst vegna mótmæla af því tagi sem nú á að fangelsa fyrir. Alþingismenn hljóta að hafa skoðun á málinu, þótt lítið hafi farið fyrir henni hingað til. Ég lýsi eftir þessari skoðun, og hver afstaða þingmanna er til mögulegrar sakfellingar.Það er líka rétt að undirstrika að fangelsisdómar í þessu máli verða ekki kveðnir upp án þess að búast megi við mótmælum, fólk fari jafnvel inn í Alþingi og upp á palla, eins og er ennþá réttur okkar, og biðji einhvern um að koma sér út; að margir verði reiðubúnir til að láta handtaka sig og dæma samkvæmt sömu ólögum og nímenningarnir standa frammi fyrir - í eins til sextán ára fangelsi. Enginn sem mótmælti þessa daga sem eru kenndir við búsáhaldabyltingu gerði meira en þau sem nú eru ákærð. Við erum þetta fólk. Það erum við sem erum ákærð á morgun, miðvikudag, klukkan 13.15, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar