Þjónn! Meira salt, takk Atli Fannar Bjarkason skrifar 7. maí 2010 13:30 Á Congratulations hefur hljómsveitin ekki aðeins skipt um gír, drif og jahh, bíl - heldur er hún farin að keyra aftur á bak, en ekki áfram og beygja til vinstri en ekki hægri. Tónlist *** Congratulations MGMT New York-töffararnir í MGMT slógu hressilega í gegn árið 2008 með plötunni Oracular Spectacular. Kæruleysislegir smellir á borð við Kids og Time to Pretend urðu eftirlæti dansandi gesta á skemmtistöðum víða um heim og textarnir, sem fjölluðu flestir um dóp og kynlíf, klístruðust við heila ótrúlegasta fólks. Á Congratulations hefur hljómsveitin ekki aðeins skipt um gír, drif og jahh, bíl - heldur er hún farin að keyra aftur á bak, en ekki áfram og beygja til vinstri en ekki hægri. Með þessu flókna myndmáli er ég að reyna að segja að MGMT er hætt að semja grípandi lög. Ákvörðunin (ef hún var nokkurn tíma tekin) var vafalaust í óþökk útgáfufyrirtækis félaganna, sem er tæpast að fara að selja lög eins og Flash Delirium, Brian Eno og It's Working í næsta FIFA-tölvuleik - þó að þau séu afar frambærileg. Við erum semsagt komin að kjarna málsins: Miðað við Congratulations virðist MGMT hafa fengið nóg af ofurvinsældunum og því sem þeim fylgja. Í staðinn sendir hljómsveitin frá sér fremur bragðdaufa plötu í anda áttunda áratugarins, stútfulla af tilvísunum í liðna tíma - bæði í textum og tónlist. Útkoman er fín, en ekki frábær - pínlega óeftirminnileg þó að hún haldi meðan á hlustun stendur. Ef Congratulations væri veitingahús hefði maturinn smakkast vel, en saltlaus og þar af leiðandi bragðdaufur. Titillag Congratulations og jafnframt það síðasta endar á daufu klappi, sem virðist vera af skyldurækni. Það er vel við hæfi því standandi fagnaðarlæti hefðu ekki verið viðeigandi. Niðurstaða: Góð plata, en bragðdauf. Heldur á meðan hún er í gangi, en óeftirminnileg þegar henni lýkur. Hér er myndband af því þegar MGMT tók lagið Brian Eno í Saturday Night Live um daginn. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist *** Congratulations MGMT New York-töffararnir í MGMT slógu hressilega í gegn árið 2008 með plötunni Oracular Spectacular. Kæruleysislegir smellir á borð við Kids og Time to Pretend urðu eftirlæti dansandi gesta á skemmtistöðum víða um heim og textarnir, sem fjölluðu flestir um dóp og kynlíf, klístruðust við heila ótrúlegasta fólks. Á Congratulations hefur hljómsveitin ekki aðeins skipt um gír, drif og jahh, bíl - heldur er hún farin að keyra aftur á bak, en ekki áfram og beygja til vinstri en ekki hægri. Með þessu flókna myndmáli er ég að reyna að segja að MGMT er hætt að semja grípandi lög. Ákvörðunin (ef hún var nokkurn tíma tekin) var vafalaust í óþökk útgáfufyrirtækis félaganna, sem er tæpast að fara að selja lög eins og Flash Delirium, Brian Eno og It's Working í næsta FIFA-tölvuleik - þó að þau séu afar frambærileg. Við erum semsagt komin að kjarna málsins: Miðað við Congratulations virðist MGMT hafa fengið nóg af ofurvinsældunum og því sem þeim fylgja. Í staðinn sendir hljómsveitin frá sér fremur bragðdaufa plötu í anda áttunda áratugarins, stútfulla af tilvísunum í liðna tíma - bæði í textum og tónlist. Útkoman er fín, en ekki frábær - pínlega óeftirminnileg þó að hún haldi meðan á hlustun stendur. Ef Congratulations væri veitingahús hefði maturinn smakkast vel, en saltlaus og þar af leiðandi bragðdaufur. Titillag Congratulations og jafnframt það síðasta endar á daufu klappi, sem virðist vera af skyldurækni. Það er vel við hæfi því standandi fagnaðarlæti hefðu ekki verið viðeigandi. Niðurstaða: Góð plata, en bragðdauf. Heldur á meðan hún er í gangi, en óeftirminnileg þegar henni lýkur. Hér er myndband af því þegar MGMT tók lagið Brian Eno í Saturday Night Live um daginn.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira