Launalækkanir í heilbrigðisþjónustu 23. júní 2010 06:00 Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum. Þegar málin eru skoðuð betur kemur þó annað á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi Háskólamanna hafa meðallaun félaga í samtökunum lækkað um 2,5% frá septemberlokum 2008. Megnið af þeirri lækkun mun reyndar skýrast af lækkunum meðal heilbrigðisstétta. Ef það er rétt virðist nú þegar halla verulega á starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni umfram aðra. Nú er það vel þekkt að laun lækna byggjast að miklu leyti á vöktum og yfirvinnu en almennir launataxtar eru ekki háir. Grunnlaun sérfræðilæknis með langa starfsreynslu í kjarasamningi Læknafélags Íslands við ríkið eru nú 533.668. Ljóst er að margt háskólamenntað starfsfólk hjá ríkinu hefur hærri grunnlaun en læknar. Það liggur í eðli heilbrigðisþjónustunnar að hún fer fram á öllum tímum sólarhringsins alla daga vikunnar. Í ofangreindri frétt var vakin sérstök athygli á því að laun lækna á landsbyggðinni hefðu lækkað minnst. Skýringin á því er líklega sú að þeir hafa mesta vaktaálag allra lækna í landinu. Er það raunverulega ætlunin að skerða verulega greiðslur fyrir vaktir lækna? Hvaða áhrif ætli það hefði á heilbrigðisþjónustuna? Fyrir nokkru var því haldið fram að greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna sérfræðiþjónustu hefðu farið 700 milljónum króna fram úr áætlun árið 2009. Þessar greiðslur byggja á gildandi samningum um sérfræðilæknisþjónustu við sjúkratryggða á Íslandi sem löng hefð er fyrir og tryggja jöfnuð og aðgengi óháð efnahag. Hið rétta varðandi fyrrgreinda fjárhæð er að við fjárlagagerð hafði láðst að tryggja fjármagn til að uppfylla þann samning sem gerður hafði verið milli Sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavíkur. Í umfjöllun fjölmiðla var hins vegar ekkert um það rætt að á árinu 2009 gáfu læknar eftir 9,4% samningsbundna hækkun sem jafngildir sparnaði fyrir þjóðfélagið uppá 486 milljónir króna á ári. Þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og brúa þarf stórt fjárlagabil. Læknar munu ekki víkja sér undan því að taka sinn þátt í að leysa þann vanda. Það verk verður þó að byggja á sátt og sanngirni og umræðan á staðreyndum en ekki áróðurskenndum upphlaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum. Þegar málin eru skoðuð betur kemur þó annað á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi Háskólamanna hafa meðallaun félaga í samtökunum lækkað um 2,5% frá septemberlokum 2008. Megnið af þeirri lækkun mun reyndar skýrast af lækkunum meðal heilbrigðisstétta. Ef það er rétt virðist nú þegar halla verulega á starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni umfram aðra. Nú er það vel þekkt að laun lækna byggjast að miklu leyti á vöktum og yfirvinnu en almennir launataxtar eru ekki háir. Grunnlaun sérfræðilæknis með langa starfsreynslu í kjarasamningi Læknafélags Íslands við ríkið eru nú 533.668. Ljóst er að margt háskólamenntað starfsfólk hjá ríkinu hefur hærri grunnlaun en læknar. Það liggur í eðli heilbrigðisþjónustunnar að hún fer fram á öllum tímum sólarhringsins alla daga vikunnar. Í ofangreindri frétt var vakin sérstök athygli á því að laun lækna á landsbyggðinni hefðu lækkað minnst. Skýringin á því er líklega sú að þeir hafa mesta vaktaálag allra lækna í landinu. Er það raunverulega ætlunin að skerða verulega greiðslur fyrir vaktir lækna? Hvaða áhrif ætli það hefði á heilbrigðisþjónustuna? Fyrir nokkru var því haldið fram að greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna sérfræðiþjónustu hefðu farið 700 milljónum króna fram úr áætlun árið 2009. Þessar greiðslur byggja á gildandi samningum um sérfræðilæknisþjónustu við sjúkratryggða á Íslandi sem löng hefð er fyrir og tryggja jöfnuð og aðgengi óháð efnahag. Hið rétta varðandi fyrrgreinda fjárhæð er að við fjárlagagerð hafði láðst að tryggja fjármagn til að uppfylla þann samning sem gerður hafði verið milli Sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavíkur. Í umfjöllun fjölmiðla var hins vegar ekkert um það rætt að á árinu 2009 gáfu læknar eftir 9,4% samningsbundna hækkun sem jafngildir sparnaði fyrir þjóðfélagið uppá 486 milljónir króna á ári. Þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og brúa þarf stórt fjárlagabil. Læknar munu ekki víkja sér undan því að taka sinn þátt í að leysa þann vanda. Það verk verður þó að byggja á sátt og sanngirni og umræðan á staðreyndum en ekki áróðurskenndum upphlaupum.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun