Button ætlar að taka áhættu 13. október 2010 16:32 Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLaren eru í slagnum um meistaratitilinn. Mynd: Getty Images Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira