Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2010 13:09 Gunnar er hér lengst til hægri á myndinni. Mynd/Valli Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52