Handbolti

EM í dag: Ís­land fer alltaf Krýsuvíkurleiðina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var þungt í mönnum eftir tapið í dag.
Það var þungt í mönnum eftir tapið í dag.

Það var ekkert sérstaklega létt yfir mönnum í EM í dag eftir tapið sára gegn Króatíu í Malmö í kvöld.

Sigur Íslands hefði gert leiðina í undanúrslitin ansi greiða en það hefur sjaldan verið íslenska leiðin. Við förum alltaf Krýsuvíkurleiðina.

Það stefnir í hrikalega spennandi leiki í riðlinum og þó svo Ísland hafi tapað er möguleikinn á sæti í undanúrslitum enn fyrir hendi. Strákarnir þurfa samt ansi líklega að vinna Svía á sunnudag til þess að komast þangað. Það er alvöru verkefni að ætla að vinna Svía í Malmö.

Okkar menn eru örugglega ekki af baki dottnir og framhaldið verður áhugavert.

Henry Birgir og Valur Páll gerðu leikinn upp á fjölmiðlasvæðinu í Malmö. Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag 23. janúar 2026: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×