Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: Grínlaust 7. maí 2010 06:00 Það er ekki sjálfgefið að rekstur Reykjavíkurborgar skili afgangi. Öll árin 2002 til 2006, á sama tíma og mikill uppgangur var í þjóðfélaginu, var borgin rekin með halla. Á árinu 2007 snerist þetta við og hefur borgin verið rekin með afgangi síðustu 3 árin. Þetta er mjög góður árangur, ekki síst í ljósi þeirra hremminga sem hafa gengið yfir efnahagskerfi landsmanna síðustu 2 árin. Rekstrarafgangur á árinu 2009 upp á rúma 3 milljarða er eftirtektarverður árangur fyrir margra hluta sakir. Hvorki skattar né gjaldskrár fyrir grunnþjónustu voru hækkaðar á árinu. Útsvarshlutfall í borginni er lægra en lögbundið hámark segir til um. Gengisþróun var óhagstæðari og verðlag var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Líklegri niðurstaða fyrir árið 2009 hefði sjálfsagt verið sú að eftir hækkun skatta, hækkun gjaldskráa, og eftir hækkun útsvarshlutfalls í hæstu leyfilegu mörk hefði rekstur borgarinnar samt komið út í mínus. Þessu spáði m.a. Samfylkingin. Ekkert af þessu gerðist. Niðurstöðuna má þakka nýjum vinnubrögðum við fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Gott samráð meiri- og minnihluta var um vinnu við fjárhagsáætlun í borgarstjórn. Þunginn í aðgerðaráætlun okkar var að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin og gjaldskrár. Við þetta allt hefur verið staðið. Starfsmenn borgarinnar komu með um 300 tillögur um sparnað sem voru nýttar á árinu. Niðurstaðan er afgangur upp á rúma 3 milljarða. Staða borgarsjóðs og dótturfyrirtækja er allt annað en auðveld. Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur vega þar þyngst en fjárfestingar síðustu ára hafa enn ekki skilað þeim tekjum sem þarf til að staða félagsins sé viðunandi. Grundvallaratriði í því að viðhalda þáttum eins og lánshæfismati er að rekstur borgarinnar sé í lagi. Hallarekstur ofan á erfiða skuldastöðu er nefnilega óskemmtileg blanda eins og Grikkland og fleiri ríki fá að kenna á um þessar mundir. Það eru því mjög ánægjulegar fréttir að borgarsjóður sé rekinn með afgangi. Annars konar niðurstaða væri ekkert annað en dauðans alvara. Grín og glens við stjórn borgarinnar væri mikið ábyrgðarleysi. Hallarekstur eins og stundaður var á árum áður væri mikið ábyrgðarleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að rekstur Reykjavíkurborgar skili afgangi. Öll árin 2002 til 2006, á sama tíma og mikill uppgangur var í þjóðfélaginu, var borgin rekin með halla. Á árinu 2007 snerist þetta við og hefur borgin verið rekin með afgangi síðustu 3 árin. Þetta er mjög góður árangur, ekki síst í ljósi þeirra hremminga sem hafa gengið yfir efnahagskerfi landsmanna síðustu 2 árin. Rekstrarafgangur á árinu 2009 upp á rúma 3 milljarða er eftirtektarverður árangur fyrir margra hluta sakir. Hvorki skattar né gjaldskrár fyrir grunnþjónustu voru hækkaðar á árinu. Útsvarshlutfall í borginni er lægra en lögbundið hámark segir til um. Gengisþróun var óhagstæðari og verðlag var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Líklegri niðurstaða fyrir árið 2009 hefði sjálfsagt verið sú að eftir hækkun skatta, hækkun gjaldskráa, og eftir hækkun útsvarshlutfalls í hæstu leyfilegu mörk hefði rekstur borgarinnar samt komið út í mínus. Þessu spáði m.a. Samfylkingin. Ekkert af þessu gerðist. Niðurstöðuna má þakka nýjum vinnubrögðum við fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Gott samráð meiri- og minnihluta var um vinnu við fjárhagsáætlun í borgarstjórn. Þunginn í aðgerðaráætlun okkar var að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin og gjaldskrár. Við þetta allt hefur verið staðið. Starfsmenn borgarinnar komu með um 300 tillögur um sparnað sem voru nýttar á árinu. Niðurstaðan er afgangur upp á rúma 3 milljarða. Staða borgarsjóðs og dótturfyrirtækja er allt annað en auðveld. Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur vega þar þyngst en fjárfestingar síðustu ára hafa enn ekki skilað þeim tekjum sem þarf til að staða félagsins sé viðunandi. Grundvallaratriði í því að viðhalda þáttum eins og lánshæfismati er að rekstur borgarinnar sé í lagi. Hallarekstur ofan á erfiða skuldastöðu er nefnilega óskemmtileg blanda eins og Grikkland og fleiri ríki fá að kenna á um þessar mundir. Það eru því mjög ánægjulegar fréttir að borgarsjóður sé rekinn með afgangi. Annars konar niðurstaða væri ekkert annað en dauðans alvara. Grín og glens við stjórn borgarinnar væri mikið ábyrgðarleysi. Hallarekstur eins og stundaður var á árum áður væri mikið ábyrgðarleysi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun