Dúndrandi diskóbolti 27. apríl 2010 09:30 Hröð keyrsla og magnaðar ýkjur í stíl og slagsmálum gera myndina að fyrirtaks skemmtun. Black Dynamite *** Leikstjóri: Scott Sanders Aðalhlutverk: Michael Jai White, Salli Richardson-Whitfield, Tommy Davidson. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins. Í kringum 1970 gerðist fólk af afrískum uppruna frekt til fjörsins í Hollywood og í kjölfarið spratt upp ansi hreint skemmtileg kvikmyndagrein sem kennd er við „blaxploitation". Myndir eyrnamerktar hugtakinu skörtuðu hörundsdökkum leikurum í öllum helstu hlutverkum auk þess sem tónlist, talsmáti og flest annað var sótt beint í menningarheim afrískættaðra Ameríkana. Þeldökku diskókempurnar voru ægilegir töffarar sem stóðu flestum bleiknefja bíóhetjum framar. Þeir voru harðari, betri elskhugar, rifu kjaft helmingi hraðar og slógust og munduðu frethólka sem ofurmenni væru. Þekktasti „blaxploitation"-kappinn er ofurlöggan Shaft sem fór mikinn í síða leðurjakkanum sínum og gekk milli bols og höfuðs rumpulýðs, í nokkrum myndum, allt frá Harlem til Afríku. Í Black Dynamite er brugðið hressilega á leik og gömlu „blaxploitation"-myndunum er sunginn fyndinn óður um leið og góðlátlegt grín er gert að kvikmyndagreininni. Black Dynamite er einhver sá ægilegasti harðhaus sem sögur fara af. Hann er skjótari en skugginn að skjóta eða lemja menn í spað, getur fullnægt heilu kvennabúri í einni lotu og er mikill kung-fu-meistari. Hann er líka fyrrverandi CIA-maður en virðist helst hafa í sig og á með handrukkunum þegar hér er komið við sögu. Þegar bróðir hans er drepinn hrekkur kallinn í gamla gírinn, fær aftur leyfi frá CIA til að drepa og hreinsar til í undirheimunum um leið og hann sópar öllu dópi af götunum. Allt er þetta gert með ægilegum ýkjum og yfirgengilegum töffaraskap og á slíkum hraða að varla finnst dauður punktur í myndinni sem er þar fyrir utan ansi hreint fyndin. Undir þessum ósköpum dunar geggjuð tónlist áttunda áratugarins og myndin er öll löðrandi í dásamlegri „seventís" stemningu með tilheyrandi klikkuðum hárgreiðslum, rúllukragapeysum, berbrjósta píum og mögnuðum leðurjökkum. Maður getur eiginlega ekki beðið um mikið meira og ég er illa svikinn ef þessi mynd kveikir ekki löngun hjá einhverjum eftir því að finna gömlu Shaft-myndirnar með Richard Roundtree og elta Pam Grier og fleira gott fólk uppi á meðan það var í toppformi. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Bráðskemmtilegur og eitursvalur snúningur í léttum dúr á blökkumannamyndunum sem gerðu garðinn frægan upp úr 1970. Hröð keyrsla og magnaðar ýkjur í stíl og slagsmálum gera þetta að fyrirtaks skemmtun. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Black Dynamite *** Leikstjóri: Scott Sanders Aðalhlutverk: Michael Jai White, Salli Richardson-Whitfield, Tommy Davidson. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins. Í kringum 1970 gerðist fólk af afrískum uppruna frekt til fjörsins í Hollywood og í kjölfarið spratt upp ansi hreint skemmtileg kvikmyndagrein sem kennd er við „blaxploitation". Myndir eyrnamerktar hugtakinu skörtuðu hörundsdökkum leikurum í öllum helstu hlutverkum auk þess sem tónlist, talsmáti og flest annað var sótt beint í menningarheim afrískættaðra Ameríkana. Þeldökku diskókempurnar voru ægilegir töffarar sem stóðu flestum bleiknefja bíóhetjum framar. Þeir voru harðari, betri elskhugar, rifu kjaft helmingi hraðar og slógust og munduðu frethólka sem ofurmenni væru. Þekktasti „blaxploitation"-kappinn er ofurlöggan Shaft sem fór mikinn í síða leðurjakkanum sínum og gekk milli bols og höfuðs rumpulýðs, í nokkrum myndum, allt frá Harlem til Afríku. Í Black Dynamite er brugðið hressilega á leik og gömlu „blaxploitation"-myndunum er sunginn fyndinn óður um leið og góðlátlegt grín er gert að kvikmyndagreininni. Black Dynamite er einhver sá ægilegasti harðhaus sem sögur fara af. Hann er skjótari en skugginn að skjóta eða lemja menn í spað, getur fullnægt heilu kvennabúri í einni lotu og er mikill kung-fu-meistari. Hann er líka fyrrverandi CIA-maður en virðist helst hafa í sig og á með handrukkunum þegar hér er komið við sögu. Þegar bróðir hans er drepinn hrekkur kallinn í gamla gírinn, fær aftur leyfi frá CIA til að drepa og hreinsar til í undirheimunum um leið og hann sópar öllu dópi af götunum. Allt er þetta gert með ægilegum ýkjum og yfirgengilegum töffaraskap og á slíkum hraða að varla finnst dauður punktur í myndinni sem er þar fyrir utan ansi hreint fyndin. Undir þessum ósköpum dunar geggjuð tónlist áttunda áratugarins og myndin er öll löðrandi í dásamlegri „seventís" stemningu með tilheyrandi klikkuðum hárgreiðslum, rúllukragapeysum, berbrjósta píum og mögnuðum leðurjökkum. Maður getur eiginlega ekki beðið um mikið meira og ég er illa svikinn ef þessi mynd kveikir ekki löngun hjá einhverjum eftir því að finna gömlu Shaft-myndirnar með Richard Roundtree og elta Pam Grier og fleira gott fólk uppi á meðan það var í toppformi. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Bráðskemmtilegur og eitursvalur snúningur í léttum dúr á blökkumannamyndunum sem gerðu garðinn frægan upp úr 1970. Hröð keyrsla og magnaðar ýkjur í stíl og slagsmálum gera þetta að fyrirtaks skemmtun.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira