Frumsýna mynd um Vigga 18. mars 2010 04:45 Erling bang sem viggi snæ Aðalsöguhetja myndarinnar Zoom Boom Boom. „Þeir sem hafa séð þessa mynd segja að hún dálítið lík myndinni Varði fer á vertíð. Ég hef nú bara ekki séð þá gloríu," segir Erling Bang, sem leikur og leikstýrir kvikmyndinni Zoom Boom Boom. Myndin verður frumsýnd í kvöld hjá Hemma og Valda, Laugavegi 21. Þetta er leikin mynd í fullri lengd um tónlistarmanninn Vigga Snæ (sem Erling Bang leikur) og gerð sólóplötu hans, Zoom Boom Boom. Myndina gerir Erling með Jóni Atla Guðjónssyni. „Ha, nei, þetta er ekki mynd um Vigni Snæ í Írafári," segir Erling. „Okkar Viggi er að spila digital-death-metal og þetta er mikið partí. Þetta er þó langt í frá einhver partímynd. Það er drama líka." Kvikmynd í fullri lengd - er ekkert mál að skella því í gang nú á síðustu og verstu? „Nei, nei. Ég hætti í hljómsveitinni I adapt og þá gafst tími til að einbeita sér að þessu. Myndin er skotin á heimiliskameru og svo var þetta bara klippt. Við lærðum mikið á þessu. Nú erum við komnir með hljóðver sem heitir Rec Stúdíó og erum að gera alls konar hluti. Við stefnum á að koma myndinni á hátíðir og jafnvel að pressa diska. Þetta er náttúrlega hugsað sem dvd og cd saman. Svo fer þetta að sjálfsögðu á Netið. Það eru þegar komnir bútar á kvikmynd.is og youtube." Frumsýning myndarinnar er upphafsatriði hátíðar sem er haldin í tilefni af árs afmæli tónleikaraðar Grapevine Grassroots. Á hátíðinni, sem öll fer fram hjá Hemma og Valda, kemur brot af þessum böndum fram. Í kvöld spila Felonious Monk, Hestbak og ThizOne á eftir kvikmyndinni (sem hefst kl. 20), annað kvöld spila Johnny Stronghands, Arnljótur, Nolo og Pascal Pinon; og á laugardagskvöldið hljómsveitirnar AMFJ, DLX ATX, Kid Twist og Bárujárn. Gjörsamlega ókeypis er inn á hátíðarhöldin. - drg Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þeir sem hafa séð þessa mynd segja að hún dálítið lík myndinni Varði fer á vertíð. Ég hef nú bara ekki séð þá gloríu," segir Erling Bang, sem leikur og leikstýrir kvikmyndinni Zoom Boom Boom. Myndin verður frumsýnd í kvöld hjá Hemma og Valda, Laugavegi 21. Þetta er leikin mynd í fullri lengd um tónlistarmanninn Vigga Snæ (sem Erling Bang leikur) og gerð sólóplötu hans, Zoom Boom Boom. Myndina gerir Erling með Jóni Atla Guðjónssyni. „Ha, nei, þetta er ekki mynd um Vigni Snæ í Írafári," segir Erling. „Okkar Viggi er að spila digital-death-metal og þetta er mikið partí. Þetta er þó langt í frá einhver partímynd. Það er drama líka." Kvikmynd í fullri lengd - er ekkert mál að skella því í gang nú á síðustu og verstu? „Nei, nei. Ég hætti í hljómsveitinni I adapt og þá gafst tími til að einbeita sér að þessu. Myndin er skotin á heimiliskameru og svo var þetta bara klippt. Við lærðum mikið á þessu. Nú erum við komnir með hljóðver sem heitir Rec Stúdíó og erum að gera alls konar hluti. Við stefnum á að koma myndinni á hátíðir og jafnvel að pressa diska. Þetta er náttúrlega hugsað sem dvd og cd saman. Svo fer þetta að sjálfsögðu á Netið. Það eru þegar komnir bútar á kvikmynd.is og youtube." Frumsýning myndarinnar er upphafsatriði hátíðar sem er haldin í tilefni af árs afmæli tónleikaraðar Grapevine Grassroots. Á hátíðinni, sem öll fer fram hjá Hemma og Valda, kemur brot af þessum böndum fram. Í kvöld spila Felonious Monk, Hestbak og ThizOne á eftir kvikmyndinni (sem hefst kl. 20), annað kvöld spila Johnny Stronghands, Arnljótur, Nolo og Pascal Pinon; og á laugardagskvöldið hljómsveitirnar AMFJ, DLX ATX, Kid Twist og Bárujárn. Gjörsamlega ókeypis er inn á hátíðarhöldin. - drg
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira