Frumsýna mynd um Vigga 18. mars 2010 04:45 Erling bang sem viggi snæ Aðalsöguhetja myndarinnar Zoom Boom Boom. „Þeir sem hafa séð þessa mynd segja að hún dálítið lík myndinni Varði fer á vertíð. Ég hef nú bara ekki séð þá gloríu," segir Erling Bang, sem leikur og leikstýrir kvikmyndinni Zoom Boom Boom. Myndin verður frumsýnd í kvöld hjá Hemma og Valda, Laugavegi 21. Þetta er leikin mynd í fullri lengd um tónlistarmanninn Vigga Snæ (sem Erling Bang leikur) og gerð sólóplötu hans, Zoom Boom Boom. Myndina gerir Erling með Jóni Atla Guðjónssyni. „Ha, nei, þetta er ekki mynd um Vigni Snæ í Írafári," segir Erling. „Okkar Viggi er að spila digital-death-metal og þetta er mikið partí. Þetta er þó langt í frá einhver partímynd. Það er drama líka." Kvikmynd í fullri lengd - er ekkert mál að skella því í gang nú á síðustu og verstu? „Nei, nei. Ég hætti í hljómsveitinni I adapt og þá gafst tími til að einbeita sér að þessu. Myndin er skotin á heimiliskameru og svo var þetta bara klippt. Við lærðum mikið á þessu. Nú erum við komnir með hljóðver sem heitir Rec Stúdíó og erum að gera alls konar hluti. Við stefnum á að koma myndinni á hátíðir og jafnvel að pressa diska. Þetta er náttúrlega hugsað sem dvd og cd saman. Svo fer þetta að sjálfsögðu á Netið. Það eru þegar komnir bútar á kvikmynd.is og youtube." Frumsýning myndarinnar er upphafsatriði hátíðar sem er haldin í tilefni af árs afmæli tónleikaraðar Grapevine Grassroots. Á hátíðinni, sem öll fer fram hjá Hemma og Valda, kemur brot af þessum böndum fram. Í kvöld spila Felonious Monk, Hestbak og ThizOne á eftir kvikmyndinni (sem hefst kl. 20), annað kvöld spila Johnny Stronghands, Arnljótur, Nolo og Pascal Pinon; og á laugardagskvöldið hljómsveitirnar AMFJ, DLX ATX, Kid Twist og Bárujárn. Gjörsamlega ókeypis er inn á hátíðarhöldin. - drg Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þeir sem hafa séð þessa mynd segja að hún dálítið lík myndinni Varði fer á vertíð. Ég hef nú bara ekki séð þá gloríu," segir Erling Bang, sem leikur og leikstýrir kvikmyndinni Zoom Boom Boom. Myndin verður frumsýnd í kvöld hjá Hemma og Valda, Laugavegi 21. Þetta er leikin mynd í fullri lengd um tónlistarmanninn Vigga Snæ (sem Erling Bang leikur) og gerð sólóplötu hans, Zoom Boom Boom. Myndina gerir Erling með Jóni Atla Guðjónssyni. „Ha, nei, þetta er ekki mynd um Vigni Snæ í Írafári," segir Erling. „Okkar Viggi er að spila digital-death-metal og þetta er mikið partí. Þetta er þó langt í frá einhver partímynd. Það er drama líka." Kvikmynd í fullri lengd - er ekkert mál að skella því í gang nú á síðustu og verstu? „Nei, nei. Ég hætti í hljómsveitinni I adapt og þá gafst tími til að einbeita sér að þessu. Myndin er skotin á heimiliskameru og svo var þetta bara klippt. Við lærðum mikið á þessu. Nú erum við komnir með hljóðver sem heitir Rec Stúdíó og erum að gera alls konar hluti. Við stefnum á að koma myndinni á hátíðir og jafnvel að pressa diska. Þetta er náttúrlega hugsað sem dvd og cd saman. Svo fer þetta að sjálfsögðu á Netið. Það eru þegar komnir bútar á kvikmynd.is og youtube." Frumsýning myndarinnar er upphafsatriði hátíðar sem er haldin í tilefni af árs afmæli tónleikaraðar Grapevine Grassroots. Á hátíðinni, sem öll fer fram hjá Hemma og Valda, kemur brot af þessum böndum fram. Í kvöld spila Felonious Monk, Hestbak og ThizOne á eftir kvikmyndinni (sem hefst kl. 20), annað kvöld spila Johnny Stronghands, Arnljótur, Nolo og Pascal Pinon; og á laugardagskvöldið hljómsveitirnar AMFJ, DLX ATX, Kid Twist og Bárujárn. Gjörsamlega ókeypis er inn á hátíðarhöldin. - drg
Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira