Alonso vill vera framar en Hamilton á Hockenheim 23. júlí 2010 16:24 Fernando Alonso og Lewis Hamilton hafa marga hildina háð. Bæði sem keppinautar hjá ólíkum liðum og með McLaren 2007. Nú ekur Alonso Ferrari og Hamilton er enn hjá McLaren. Mynd: Getty Images Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri. Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri.
Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira