Andleg samkynhneigð karla Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. september 2010 06:00 Skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fylgir áhugaverður viðauki, greining á skýrslu rannsóknarnefndar út frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Markmiðið með greiningunni er að gera íslenskt samfélag betur í stakk búið til að skilja þann þátt sem kyn átti í atburðarás sem fram fór í aðdraganda bankahrunsins. Greiningin er afar fróðleg og mikilvægt er að sú vinna sem höfundar hennar, Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, hafa innt af hendi verði nýtt sem best og dreginn af henni lærdómur. Þingmannanefndin telur enda greinargerðina mikilvægt framlag til jafnréttisumræðu á Íslandi. Í greiningu Þorgerðar og Gyðu Margrétar á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur vel fram hvernig bæði samkeppni og samtrygging gegndu veigamiklu hlutverki þegar bankakerfið var að vaxa sjálfu sér yfir höfuð og stjórnvöld fengu ekki rönd við reist. Einnig er dregið fram veigamikið hlutverk óformlegra tengslaneta og samtala karla sem svo leiða af sér stórar ákvarðanir. Sömuleiðis hvernig orðræðan um hina ótrúlega kláru íslensku bankamenn þróaðist hér á landi þrátt fyrir að erlendis væru menn gáttaðir yfir kunnáttu- og reynsluleysi íslenskra bankamanna. Í þessum heimi voru öll aðalhlutverkin í höndum karla og aðeins sárafáar konur gegndu hlutverkum sem máli skiptu. Í lok greiningarinnar benda Þorgerður og Gyða Margrét á að ef atburðirnir sem leiddu til hrunsins eigi ekki að endurtaka sig þá þurfi kynja- og jafnréttissjónarmið að vera hluti af uppgjörinu. Í þeim anda leggja þær fram tillögur um aðgerðir. Þar er meðal annars hvatt til að stjórnvöld fylgist með því að fyrirtæki fari að lögum um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga og hugi að beitingu viðurlaga við brotum á þeim lögum. Fyrir þessu telja þær bæði vera réttlætisrök og nytjarök þar sem fyrirtæki með kynjablönduðum stjórnum skili betri arðsemi en fyrirtæki með einsleitum stjórnum. Einnig er lagt til að samþætting kynja- og jafnrétttissjónarmiða verði innleidd í stjórnsýslunni til þess að kynin eigi jafnan aðgang að upplýsingum og ákvarðanatöku. Þetta á að vinna gegn samtryggingu karla og óformlegu og ógegnsæju tengslaneti sem er við lýði í stjórnmálum og stjórnsýslu og veikir áhrif kvenna jafnvel þótt formleg þátttaka þeirra hafi aukist. Sú tilhneiging karla að hleypa ekki konum að raunverulegri ákvarðanatöku, þrátt fyrir að þeim konum fari fjölgandi sem formlega ættu að eiga aðild að ákvörðunum, hefur stundum verið nefnd andleg samkynhneigð. Svo virðist sem konur séu mun síður haldnar slíkri samkynhneigð heldur séu þær þvert á móti býsna gagnkynhneigðar. Sé þessu líkingamáli áfram beitt liggur fyrir að andleg tvíkynhneigð bæði karla og kvenna er það sem stefna ber að. Það er ekki aðeins réttlætismál heldur ekki síður mikilvægt vegna þess að allt bendir til að andleg tvíkynhneigð leiði til aukinnar hagsældar og betra samfélags bæði fyrir konur og karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fylgir áhugaverður viðauki, greining á skýrslu rannsóknarnefndar út frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Markmiðið með greiningunni er að gera íslenskt samfélag betur í stakk búið til að skilja þann þátt sem kyn átti í atburðarás sem fram fór í aðdraganda bankahrunsins. Greiningin er afar fróðleg og mikilvægt er að sú vinna sem höfundar hennar, Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, hafa innt af hendi verði nýtt sem best og dreginn af henni lærdómur. Þingmannanefndin telur enda greinargerðina mikilvægt framlag til jafnréttisumræðu á Íslandi. Í greiningu Þorgerðar og Gyðu Margrétar á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur vel fram hvernig bæði samkeppni og samtrygging gegndu veigamiklu hlutverki þegar bankakerfið var að vaxa sjálfu sér yfir höfuð og stjórnvöld fengu ekki rönd við reist. Einnig er dregið fram veigamikið hlutverk óformlegra tengslaneta og samtala karla sem svo leiða af sér stórar ákvarðanir. Sömuleiðis hvernig orðræðan um hina ótrúlega kláru íslensku bankamenn þróaðist hér á landi þrátt fyrir að erlendis væru menn gáttaðir yfir kunnáttu- og reynsluleysi íslenskra bankamanna. Í þessum heimi voru öll aðalhlutverkin í höndum karla og aðeins sárafáar konur gegndu hlutverkum sem máli skiptu. Í lok greiningarinnar benda Þorgerður og Gyða Margrét á að ef atburðirnir sem leiddu til hrunsins eigi ekki að endurtaka sig þá þurfi kynja- og jafnréttissjónarmið að vera hluti af uppgjörinu. Í þeim anda leggja þær fram tillögur um aðgerðir. Þar er meðal annars hvatt til að stjórnvöld fylgist með því að fyrirtæki fari að lögum um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga og hugi að beitingu viðurlaga við brotum á þeim lögum. Fyrir þessu telja þær bæði vera réttlætisrök og nytjarök þar sem fyrirtæki með kynjablönduðum stjórnum skili betri arðsemi en fyrirtæki með einsleitum stjórnum. Einnig er lagt til að samþætting kynja- og jafnrétttissjónarmiða verði innleidd í stjórnsýslunni til þess að kynin eigi jafnan aðgang að upplýsingum og ákvarðanatöku. Þetta á að vinna gegn samtryggingu karla og óformlegu og ógegnsæju tengslaneti sem er við lýði í stjórnmálum og stjórnsýslu og veikir áhrif kvenna jafnvel þótt formleg þátttaka þeirra hafi aukist. Sú tilhneiging karla að hleypa ekki konum að raunverulegri ákvarðanatöku, þrátt fyrir að þeim konum fari fjölgandi sem formlega ættu að eiga aðild að ákvörðunum, hefur stundum verið nefnd andleg samkynhneigð. Svo virðist sem konur séu mun síður haldnar slíkri samkynhneigð heldur séu þær þvert á móti býsna gagnkynhneigðar. Sé þessu líkingamáli áfram beitt liggur fyrir að andleg tvíkynhneigð bæði karla og kvenna er það sem stefna ber að. Það er ekki aðeins réttlætismál heldur ekki síður mikilvægt vegna þess að allt bendir til að andleg tvíkynhneigð leiði til aukinnar hagsældar og betra samfélags bæði fyrir konur og karla.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun