Körfubolti

Logi stiga- og frákastahæstur í útisigri Solna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Anton
Logi Gunnarsson var með 15 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta þegar Solna Vikings vann 71-65 útisigur á ecoÖrebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Solna hefur unnið 9 af 18 leikjum sínum og er í 6. sæti deildarinnar.

Logi var bæði stigahæstur og frákastahæstur í liði Solna í leiknum og þá vann liðið með 16 stigum þær 32 mínútur sem hann var inn á vellinum. Logi hefur reyndar hitt betur en 5 af 17 skotum hans fóru rétta leið.

Logi náði þarna sinni fyrstu tvennu á tímabilinu en hann hefur skorað 13 stig eða meira í síðustu átta leikjum Solna.

Það vekur athygli að Logi er farinn að láta til sín taka í fráköstunum í síðustu leikjum þrátt fyrir að spila sem bakvörður. Logi hefur tekið 28 fráköst í síðustu fjórum leikjum eða 7 að meðaltali í leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×