Vettel valinn kappakstursökumaður ársins 6. desember 2010 20:25 Sebastian Vettel hefur komið víða við eftir að hann landaði meistaratitlinum og er hér að undirrita fyrir aðdáendur við Branderborgarhliðið í Berlín á dögunum. Mynd: Boris Streubel/Bongarts/Getty Im Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel. Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel.
Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn