Þér kemur það við 18. júní 2010 04:00 Ölvunarakstur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda er það sannað að fjórða hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Láttu vita. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftirlýstan ofbeldismann eða innbrotsþjóf sem staðinn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar, 112 og tilkynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er að nóg sé af edrú ökumönnum. Fram hefur komið að ölvunarakstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir afbrotamenn umferðarinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er; eru valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Framboð edrú ökumanna og viðurkenning á að þeirra sé þörf er mikilvæg. Áminning til þeirra sem eru að skemmta sér um að aka ekki undir áhrifum hjálpar. Þótt öflug löggæsla sé mjög mikilvæg leið til þess að sporna við ölvunarakstri telja því miður alltof margir að það sé „í lagi“ að aka undir áhrifum áfengis svo fremi að þeir verði ekki á vegi lögreglunnar. Slíkur hugsunarháttur er ekki bara siðlaus – heldur beinlínis lífshættulegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ölvunarakstur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda er það sannað að fjórða hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Láttu vita. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að tilkynna um eftirlýstan ofbeldismann eða innbrotsþjóf sem staðinn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákomið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar, 112 og tilkynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er að nóg sé af edrú ökumönnum. Fram hefur komið að ölvunarakstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um langan veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir afbrotamenn umferðarinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er; eru valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Framboð edrú ökumanna og viðurkenning á að þeirra sé þörf er mikilvæg. Áminning til þeirra sem eru að skemmta sér um að aka ekki undir áhrifum hjálpar. Þótt öflug löggæsla sé mjög mikilvæg leið til þess að sporna við ölvunarakstri telja því miður alltof margir að það sé „í lagi“ að aka undir áhrifum áfengis svo fremi að þeir verði ekki á vegi lögreglunnar. Slíkur hugsunarháttur er ekki bara siðlaus – heldur beinlínis lífshættulegur.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar