Ameríska hrunið afhjúpað Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 00:01 Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Bíó / *** Inside Job Leikstjóri: Charles Ferguson Sýnd á Haustbíódögum Græna ljóssins í Bíó Paradís Fjármálahrunið 2008 var það mesta frá því að verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi 1929. Í heimildarmyndinni Inside Job reynir leikstjórinn Charles Ferguson að kryfja til mergjar hvað fór úrskeiðis í bandaríska fjármálakerfinu og hverjir báru ábyrgð á því að kerfið brann yfir með tilheyrandi snjóboltaáhrifum sem teygðu sig alla leið til Íslands, Grikklands og Írlands. Ferguson notar reyndar Ísland sem smættaða útgáfu á því hvað varð til þess að alþjóðleg lausafjárkreppa lék marga grátt. Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Hún verður hins vegar stundum fremur langdregin og áhorfandinn gæti misst þráðinn. Hins vegar er það óneitanlega skemmtileg og fróðleg sjón að sjá virta fræðimenn á borð við Fredrick Mishkin engjast um í sætinu sínu yfir einföldum spurningum en á köflum líka skelfilegt að sjá hvernig stjórnmálastéttir og viðskiptablokkir sköruðu eld að sinni köku. Og bara að sinni köku. Niðurstaða: Inside Job er flott mynd um bandaríska efnahagshrunið sem stundum verður þó aðeins of flókin og langdregin. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó / *** Inside Job Leikstjóri: Charles Ferguson Sýnd á Haustbíódögum Græna ljóssins í Bíó Paradís Fjármálahrunið 2008 var það mesta frá því að verðbréfamarkaðurinn á Wall Street hrundi 1929. Í heimildarmyndinni Inside Job reynir leikstjórinn Charles Ferguson að kryfja til mergjar hvað fór úrskeiðis í bandaríska fjármálakerfinu og hverjir báru ábyrgð á því að kerfið brann yfir með tilheyrandi snjóboltaáhrifum sem teygðu sig alla leið til Íslands, Grikklands og Írlands. Ferguson notar reyndar Ísland sem smættaða útgáfu á því hvað varð til þess að alþjóðleg lausafjárkreppa lék marga grátt. Inside Job reynir eftir fremsta megni að gera viðfangsefni sitt spennandi og tekst það á löngum köflum. Hún verður hins vegar stundum fremur langdregin og áhorfandinn gæti misst þráðinn. Hins vegar er það óneitanlega skemmtileg og fróðleg sjón að sjá virta fræðimenn á borð við Fredrick Mishkin engjast um í sætinu sínu yfir einföldum spurningum en á köflum líka skelfilegt að sjá hvernig stjórnmálastéttir og viðskiptablokkir sköruðu eld að sinni köku. Og bara að sinni köku. Niðurstaða: Inside Job er flott mynd um bandaríska efnahagshrunið sem stundum verður þó aðeins of flókin og langdregin.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira