Red Bull vill varna deilum ökumanna 31. maí 2010 09:44 Sebastian Vettel vandar ekki Mark Webber kveðjurnar eftir áresktur þeirra í Istanbúl í gær. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins segir í samtali við autosport.com að hann vilji varna því að Mark Webber og Sebastian Vettel verði ósáttir hvor við annan eftir áreksturinn í Formúlu 1 mótinu í Istanbúl í gær. Þeir lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki, Vettel féll úr leik, en Webber náði að klára mótið í þriðja sæti. Webber hafði verið á undan Vettel, sem vildi komast framúr. Hvorugur vill viðurkenna að hafa verið valdur að árekstrinum og innan liðsins eru menn ekki sammála um hvor átti sökina. Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Red Bull vilji hygla að Vettel, en kapparnir tveir voru jafnir í stigamótinu í efsta sæti fyrir keppnina í Istanbúl. Horner segist ætla að lægja allar öldur sem kunna að vera til staðar. "Það sem er mikilvægast er að ræða þetta á opinskáan hátt og það munum við gera. Það eru engin leiðindi á milli ökumanna okkar. Þeir eru báðir kappsfullir og eins og hungruð dýr og það er okkar verk að sjá til þess að svona hendi ekki aftur", sagði Horner í samtali við autosport.com. "Báðir ökumenn þurfa skoða málið vel og læra af því. Þeir eru fulltrúar Red Bull og vita hvað þetta hefur kostað liðið og þá sjálfa í stigamótinu. Þeir hefði ekki þurft að upplifa þetta og hefðu átt að vinna hlutina saman. Hvorgur gaf eftir og því fór sem fór", sagði Horner. Webber er enn í stigaforystu í keppni ökumanna, en Jenson Button og Lewis Hamilton hafa færst nær, þar sem þeir unnu tvöfalt fyrir McLaren. Webber er með 93 stig, Button 88 og Hamilton 84. Vettel féll í fimmta sætið á eftir Fernando Alonso með 78 stig á móti 79 stigum Alonso. Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins segir í samtali við autosport.com að hann vilji varna því að Mark Webber og Sebastian Vettel verði ósáttir hvor við annan eftir áreksturinn í Formúlu 1 mótinu í Istanbúl í gær. Þeir lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki, Vettel féll úr leik, en Webber náði að klára mótið í þriðja sæti. Webber hafði verið á undan Vettel, sem vildi komast framúr. Hvorugur vill viðurkenna að hafa verið valdur að árekstrinum og innan liðsins eru menn ekki sammála um hvor átti sökina. Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Red Bull vilji hygla að Vettel, en kapparnir tveir voru jafnir í stigamótinu í efsta sæti fyrir keppnina í Istanbúl. Horner segist ætla að lægja allar öldur sem kunna að vera til staðar. "Það sem er mikilvægast er að ræða þetta á opinskáan hátt og það munum við gera. Það eru engin leiðindi á milli ökumanna okkar. Þeir eru báðir kappsfullir og eins og hungruð dýr og það er okkar verk að sjá til þess að svona hendi ekki aftur", sagði Horner í samtali við autosport.com. "Báðir ökumenn þurfa skoða málið vel og læra af því. Þeir eru fulltrúar Red Bull og vita hvað þetta hefur kostað liðið og þá sjálfa í stigamótinu. Þeir hefði ekki þurft að upplifa þetta og hefðu átt að vinna hlutina saman. Hvorgur gaf eftir og því fór sem fór", sagði Horner. Webber er enn í stigaforystu í keppni ökumanna, en Jenson Button og Lewis Hamilton hafa færst nær, þar sem þeir unnu tvöfalt fyrir McLaren. Webber er með 93 stig, Button 88 og Hamilton 84. Vettel féll í fimmta sætið á eftir Fernando Alonso með 78 stig á móti 79 stigum Alonso.
Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira