Sebastian Vettel: Keppi ekki til að slá met Schumachers 19. nóvember 2010 14:47 Sebastian Vettel með sigurlaunin frá Abu Dhabi. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel segist ekki vera að keppa í Formúlu 1 til að slá met Michael Schumacher sem hefur tryggt sér sjö meistaratitlina á ferlinum. Vettel skrifaði hugleiðingar sínar í þýska dagblaðið Bild samkvæmt frétt á autosport.com. "Hann (Schumacher) sagði mér að það væri sérstök upplifun að aka fyrir Ferrari eða Mercedes. Bæði liðin eru fortíð, nútíð og alveg örugglega framtíð Formúlu 1", skrifaði Vettel í Bild. "Það eiga allir ökumenn leynda drauma um að keyra Ferrari eða Mercedes. Hvort maður kemst þangað ræðst af mörgum þáttum og allt þarf að smella saman. En það er fjarri. Næst mun ég verja titilinn með Red Bull. Við erum með það sem þarf til árangurs. Rétta fólkið á réttum stað." Vettel ritaði líka um að það væri stressandi að keppa um meistaratitilinn, hvað þá að vinna jafnmarga og Schumacher. "Núna veit ég hvað það er erfitt og stressandi að vinna titilinn. Michael hefur gert þetta sjö sinnum! Ég keyri ekki í Formúlu 1 til að slá met Michaels. Það er ekki hægt að bera saman mitt líf og ferill hans. Hann er goðsögn, ég er rétt að byrja", skrifaði Vettel. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel segist ekki vera að keppa í Formúlu 1 til að slá met Michael Schumacher sem hefur tryggt sér sjö meistaratitlina á ferlinum. Vettel skrifaði hugleiðingar sínar í þýska dagblaðið Bild samkvæmt frétt á autosport.com. "Hann (Schumacher) sagði mér að það væri sérstök upplifun að aka fyrir Ferrari eða Mercedes. Bæði liðin eru fortíð, nútíð og alveg örugglega framtíð Formúlu 1", skrifaði Vettel í Bild. "Það eiga allir ökumenn leynda drauma um að keyra Ferrari eða Mercedes. Hvort maður kemst þangað ræðst af mörgum þáttum og allt þarf að smella saman. En það er fjarri. Næst mun ég verja titilinn með Red Bull. Við erum með það sem þarf til árangurs. Rétta fólkið á réttum stað." Vettel ritaði líka um að það væri stressandi að keppa um meistaratitilinn, hvað þá að vinna jafnmarga og Schumacher. "Núna veit ég hvað það er erfitt og stressandi að vinna titilinn. Michael hefur gert þetta sjö sinnum! Ég keyri ekki í Formúlu 1 til að slá met Michaels. Það er ekki hægt að bera saman mitt líf og ferill hans. Hann er goðsögn, ég er rétt að byrja", skrifaði Vettel.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira